Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 65
63
og skyldi þá ætla, að skýrslan væri samin einmitt 2.
ág., sem svar við fyrirspuminni, en svo er ekki. Sést það
meðal annars af því, að vitnað er til aukaréttargjörðar-
innar 6. ág. með þeim orðum, að hann hafi „nýlega“
verið haldinn, og emm vér þá komnir allnærri sanni
um það, hvenær þetta sé skrifað. Það er sennilega ein-
hverntíma um miðjan ágústmánuð 1853.1) Að það sé
einmitt árið 1853 sést bæði af öllu sambandinu, og svo
taka af allan efa í því orðin, er tilfærð voru hér að fram-
an, að Lorentzen hefði komið „í sumar“, því að hann
kom vissulega sumarið, eða vorið 1853, enda er og ekki
í vísitatiubókinni minnst á neitt þessu viðvíkjandi við
annað ár en þetta.
Frásögn síra Jóns í þessari skýrslu um það, sem gjörð-
ist í komu Lorentzens, ætti því að vera mjög áreiðanleg.
Aðeins verður að geta þess, að nokkrar ergjur eru í presti
og má því búast við, að hann geri eins mikið og unnt
er úr framgangi Mormónskunnar eftir að „áhyrgðar-
kapeláninn“ (þ. e. síra Brynjólfur Jónsson) kom, til
þess að sýna, hver umskipti hafi orðið þegar hann sjálf-
ur sleppti tökunum, enda er og síðari partur skýrslunn-
ar nálega ekkert annað en slettur til biskups og annara.
Það er og víst, að sumir þeirra, sem síra Jón nefnir,
gjörðust ekki Mormónar, en með því er ekki neitað, að
þeir kunni að hafa hallast að þeim um tíma, og verið á
báðum áttum einhverir.
!) Um annan möguleika sjá síðar, bls. 76.