Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 56
54
fá þann heilaga anda; hver sem trúir og verður skírður“,
o. s. frv.
Niðurlagið er svona:
„Ó, hvar ertu manneskjunnar bam? Þó þú sért lærður
á veraldarinnar visdóm? Viltu þá mgla Jesú Kristi end-
urlausnar fyrirheiti? Viltu húa þér sáluhjálparveg til
guðs ríkis?
Eg segi ykkur öllum utan kinnroða, að hver, sem kem-
ur inn af öðmm dyrum á sauðahúsinu en við Jesum
Krist, sem er dyr sauðanna, hann kemur sem þjófur
og ræningi og skal útkastað verða í yztu myrkur, hvar
vera mun óp og gnístran tannanna. Og ég veit og trúi,
að við allir, ungir og gamlir, eigum einhverntíma að
standa fyrir guðs dómstóli, á þeim stóra allsherjar degi,
og þá skal allt koma fram fyrir ljósið, og þó ég sé ein-
mana mn stund, sem ber boðskap um þessa stóru hluti,
þá er ég þó fyrir náð guðs óhræddur fyrir mönnum, því
þeir eiga ekkert ráð á minni ódauðlegu sál, en þó þeir
deyði mitt hold fyrir Jesú Kristi nafns skuld, þá verði
guðs vilji.
Nú segi ég þá mínir kæru meðfæddu! Guð gefi ykk-
ur sína náð hér til í Jesú nafni, að þið megið rétt yfir-
vega guðs vilja og öðlast eilífa sáluhjálp fyrir hans for-
þénustu.
Skrifað af þessum sem kallast (Mormone) G. Guð-
mundsson“.
öll ræðan er þessu lík, almenn uppbyggileg orðatil-
tæki, og varla neitt í kenningu hennar frábrugðið venju-
legum kirkjulegum prédikunum nema það, sem hér