Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 149
147
Jónsdóttir hins yngra prests á Gilsbakka; voru þau hjón
skyld og öðrum og þriðja. Þau giftust 12. júní 1820 og
eignuðust þrettán börn, komust sjö af þeim til fullorð-
ins ára. 1 annað sinn kvongaðist Jón 1848, Ragnhildi
Ólafsdóttur frá Lundum, Þorbjarnarsonar; eignuðust
þau sjö börn og náðu sex þeirra fullorðins aldri.
Nokkru eftir lát Jóns Árnasonar fluttist Jón Thorodd-
sen sýslumaður að Leirá. Hann tók við Borgarfjarðar-
sýslu 1862 og var í húsmennsku hjá Andrési Fjeldsted
á Hvítárvöllum veturinn 1862—63, en flutti suður til
Leirár vorið 1863, keypti hálfa jörðina fyTÍr 2500 ríkis-
dali og bjó á meiri hluta jarðarinnar en ekkja Jóns Árna-
sonar, Ragnhildm- Ólafsdóttir, bjó á litlum parti. Jón
Thoroddsen andaðist á Leirá 8. marz 1868.
8 Síðari kona Jóseps á Hávarðsstöðum var Vigdís;
þeirra sonur Jósep, er bjó á Eystra-Miðfelli, kvæntur Jór-
eiði Jóhannesardóttur og Elhsifar, sem þar bjuggu áð-
ur og síðar verður getið.
9) Jón Þorvaldsson var albróðir Magnúsar bónda á
Þyrli, föður Jórunnar konu Gísla Gíslasonar í Stóra-
Botni (sjá síðar).
10) Kona Þorsteins í Kambshól hét Sigrún Odds-
dóttir, bónda á Reykjum í Lundarreykjadal, Jónssonar
frá Stóra-Botni, Isleifssonar frá Litla-Botni.
11) Gamli Björn á Draghálsi var Þorvaldsson, ættað-
ur að norðan og þaðan kominn. Fyrri kona hans hét
Rósa Jónsdóttir. Dóttir þeirra var Guðrún, kona Guð-
mundar, sem bjó á Brekku undir Stapa, suður frá Vatns-
leysuströnd. Jóhannes Björnsson hét hálfbróðir Guð-
rúnar, en óvíst er um nafn móður hans, en nokkrir
munu afkomendur hans. Seinni kona Björns á Draghálsi