Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 38
36
af illri sambúð við konu sína og gæti hugsast að það stæði
í einhverju sambandi við mormónskar tilhneigingar hjá
honum (sbr. það, sem hér að framan var sagt um Þór-
arin Hafliðason og konu hans), enda gefur sýslumaður
honum ófagran vitnisburð.
IV. Hlé milli bylja.
Eins og þeir geta báðir um, sýslumaður og séra Jón,
skrifaði Guðmundur Mormóni þeim báðum bréf. Hafði
séra Jón skrifað Guðmundi áminningarbréf út af end-
urskíminni, og er Guðmundur að svara því. Bréf prests
til Guðmundar er ekki til, en aftur á móti eru bréf Guð-
mundar bæði til, í bréfasafni stiftamtmanns. Bréfið til
prestsins, dags. 30. maí, er lengra, en ekki er mikið á
því að græða nema að sjá stílsmáta Guðmundar. Það
er fullt af mærð og guðfræðilegum orðatiltækjum og
ekki svo litið yfirlæti í því, en lýsir óbifanlegri fastheldni
við málstaðinn. Þar er þetta í:
V
„Og stend ég þá fyrir guðsdómi, eins og þér munuð
og gjöra, og segi yður, að þó þér níðið trú mína, og kallið
hana grundvallarlausa villutrú,1) þá níðið þér ekki
einungis mig og mína trú, heldur guð og hans sonar
lögmál og alla spámennina, og þá lúthersku trú — og
þó þér hótið mér harðri prédikun, þá munuð þér því
ráða2) .. . Ég veit að þér viljið að sönnu velferð sálna
yðar, eftir yðar beztu vitund, en guð hefir ekki enn þá
þóknast, að kunngera þessa hluti fyrir yður, og þó ég
1) Hér setur síra Jón við NB í frumritið.
2) Hér skrifar síra Jón i frumritið: „Það hefi ég ekki nefnt.“