Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 83
81
þegar þeir verða þess varir, að þeir, vegna samtaka yfir-
valdanna, fá þar engu áorkað.1)
Lítið atvik sýndi, hvernig Mormónanafnið var haft
að nokkurskonar grýlu í Vestmannaeyjum um þessar
mundir. Til er i bréfum sýslunnar skjal eitt undir-
ritað af 33 mönnum í Vestmannaeyjum. Er það áskorun
til sýslumanns, að koma í veg fyrir, að Magnús nokk-
ur Eyjólfsson, utansveitarmaður, setjist að í Eyjunum,
því þeir sé sannfærðir um að hann sé „vinnulítill og ráð-
leysingi og ekki laus við að vera Mormóni, og þar svall-
ari og drykkjumaður“ o. s. frv. Þessi Magnús Eyjólfs-
son er ugglaust „gjörtlarinn“, sem barnið átti með Guð-
rúnu á Sámsstöðum, systur Guðmundar Mormóna, sem
Jón prófastur Halldórsson talar um í bréfi sínu til bisk-
ups 19. nóv. 1851.2) Sýslumaður svaraði, að hann
brysti heimild til þess, að banna Magnúsi þessum lands-
vist í Eyjunum; talar um efnahag hans, en minnist ekki
á Mormónskuna, sem hann var bendlaður við.
Árið 1854 sýnist eftir öllum heimildum hafa verið
fremur dauft fyrir Mormónana. f sálnaregistrinu er
ekki gjörð athugasemd við neina nýja, að þeir séu orðnir
Mormónar, og það kemur og heim við aðrar heimildir.
f Mormónaskrá síra Brynjólfs 1857 er sagt, að Mor-
mónum hafi fækkað um 4 „er sigldu héðan til Kaup-
mannahafnar, þar á meðal Guðmund (svo!), svo þá
voru 3 eftir, þ. e. skírðir Mormónar, þó fleiri hafi ef-
laust verið riðnir við þá“. í ministerialbókinni eru meðal
burtvikinna: Guðmundur Guðmundsson, gullsmiður, frá
1) Bréfabók bisk.
2) Sjá bls. 49 og áfram.
6