Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 50
48
hvað í þessu tilliti fram fer hér í sýslunni“. — Hér er
næstum því eins og síra Jón gefi í skyn, að Guðmundur
hafi framið prestsverk, en ekki hefi ég getað fundið
neitt um það annars, og má því ætla, að hann hafi engan
skírt beinlinis til Mormónatrúar; en á hinn bóginn getur
síra Jón átti við bæði prédikun og ef til vill útdeiling
sakramentisins. Svo koma nú næst kveinstafir yfir þess-
ari villutrú og því næst: „Samt get ég fullvissað yðar
háæruverðugheit um, að allir prestar, sem og sýslumað-
ur1) og sérilagi læknirinn2) í sýslunni, eigi sinn bezta þátt
í því, að eyða þessum óaldarflokki, og að hinir flestir,
helzt allir af hinum skynsamari alþýðumönnum, hafa
þetta þvaður Mormónans i mátulegri fyrirlitningu; en
i mæli er, að hann til sinna trúbræðra í Kaupmannahöfn
hafi skrifað eftir presti og að hann viti ekki allfáir (svo),
sem þá mundu láta skírast. En hvað sem nú satt er í
þessu, þá álít ég mestu nauðsyn að koma í veg fyrir
það — ef mögulegt er — að þessi svo-kallaði prestur
komi nokkumtíma hingað, og fel ég það alveg yðar
viturleika á vald, hvort nokkuð, eða hvað hér verður
við gjört. En varúðarvert álít ég, að beita opinberu valdi
við gegn villu þessari, þó mér aftur á hinn bóginn þyki
umhugsunarmál, hvort orð í eiginhandriti Guðmundar
til sóknarprests síns,3) að það sé synd fyrir gu'Öi4) að
skira ungbörn, þegar ég ber það saman við aðra grein
hins prestslega eiðs og fleira þar að lútandi, — eigi að
!) Magnús Stephensen, Vatnsdal.
2) Skúli Thorarensen, Móeiðarhvoli,
3) Síra Markúsar Jónssonar, Odda.
■í) auðkennt (undirstrikað) af höf.