Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 111
109
einkum við ókunnuga, en í hóp kunningja sinna var
hann skemmtinn og málrætinn, kunni þá jafnan frá
mörgu að segja, því að maðin-inn var athugull og stál-
minnugur. Námsmaður hafði hann ekki verið í æsku,
en ekki skorti hann vitsmuni, og gnægð hafði hann
þeirra hygginda, sem í hag koma í lífinu. Á efri árum
las hann töluvert, einkum sagnfræði, og var hann vel
að sér um ýmsan sögufróðleik, einkum var hann sérlega
ættfróður; kom það sjaldan fyrir, er rætt var um ættir
manna, þótt ónafnkenndir væru, að haim vissi ekki
góð deili á ættum þeirra.
Sira Stefán var mikill maður vexti, vel vaxinn og
hinn höfðinglegasti ásýndum; sópaði mjög að honum;
var forníslenzkt höfðingjamót á honum, og minnti hann
þannnig á hina gömlu öndvegishölda vora“. (Sbr. Öðinn,
IX. ár, bls. 3).
Sira Janus Jónsson varð prestur í Holti í önundar-
firði 1884 næstur eftir sira Stefán Stephensen. Sagna-
ritarinn skiptir um tón, þegar hann fer að lýsa sira
Janusi, og heldur sér að mestu frá mannskemmdum og
gjörir jafnvel heldur mikið úr kostunum. Þar má og
sjá glöggt dæmi þess, hvernig Gils fer með heimildir
sínar.
Á bls. 110 (Frá y. n. II) segir Gils: „Árið 1867 hóf
Janus nám við latínuskólann í Reykjavík. Yarð það brátt
sýnt, að hann reyndist námsmaður ágætur. Einkum bar
hann af í íslenzku og sögu, enda stóðu honum þar fáir á
sporði. Árið 1876 útskrifaðist hann af prestaskólanum
með hárri 1. einkunn, og vígðist sama ár að Hesti í