Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 120
118
legt, ennið breitt með hofmannsvikum, dökkur á brún
og brá, augun mókembd, nokkuð flögrandi, nefið lágt
en nokkuð gilt, fullur að vöngum, varaþykkur, höku-
feitur með skeggkögur imdir höku og kjálkum, hálsstutt-
ur, baraxlaður, búkgildur, baklangur, handleggjalangur,
fremur stuttir ganglimir, hraðorður en nokkuð blestur á
mál,* 1) orðgóður og viðmótsþýður. Allar líkamshreyfing-
ar hans voru fjaðurmagnaðar og á flögri. Andlitssvipur
Símonar var fremur dökkur og hörundið grófgert. En
öll viðkynning hans var skemmtileg og upplífgandi. —
Trúað gæti ég því, að Símon hafi verið launsonur Sig-
urðar Breiðfjörðs. Þegar ég virti Símon fyrir mér, datt
mér í hug sjálfslýsing Sigurðar í vísu hans:
Þessi er með þyrilshaus
þó í meira lagi,
baraxlaður, læralaus,
langhryggjaður, gjam á raus.
Nú skrifa ég upp nokkrar vísur eftir Simon, sem ekki
hafa verið prentaðar, að ég held.
Það var í febrúar 1887, að Simon var í bóksöluferð
norður Köldukinn í lognhríð og snjódýpi. Þá kvað hann:
Hríðarmugga hér i Kinn
hylur djúpið fanna,
þrunginn hangir himininn
höfðum yfir manna.
!) Á það hefir verið bent, að þessu hafi verið eins háttað um
Sigurð Breiðfjörð, og gæti þetta því hafa verið erfð frá honum, en
tungutak gengur, eins og kunnugt er, mjög í ættir. Þannig erfði
Friðfriður Simonardóttir það frá föður sínum, að vera nokkuð blest
i máli. Sn. J.