Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 117
115
hætti særingum sínum“. (Frá y. n. II, bls. 135—136).
Sira Ásgeir náði landi heilu og höldnu í verstöð frá
Selárdal í Arnarfirði, og svo einkennilega vildi til, að
hann hitti þar fyrir mág sinn, sira Sigurð frá Hrafns-
eyri, föður Jóns forseta.
Sögnunum vestra hefir ekki borið saman um það,
hver valdur væri að mannskaðaveðrinu, því að í Ár-
bókum Espólíns, XII. deild, bls. 55, segir svo: „Voru
þá enn svo hjátrúargjarnir menn á Vesturlandi, að sum-
ir eignuðu þetta (þ. e. manntjónið) því, að Ebenezer
Þorsteinsson, er þar var þá settur fyrir sýsluna og fyrri
bjó í Langey, mundi vera þess valdur, því að sumir þeir
menn, er týndust, höfðu mælt í móti honum á þingi,
en hann haft nokkuð svo í heitingum við þá“.
Eftir því sem sagnirnar í Frá y. n. II, bls. 136, herma,
hefir þó sökin verið látin bitna á Jóni Guðmundssyni.
Mörgum árum eftir mannskaðann kemur Jón þyrstur
og göngumóður af Breiðadalsheiði og ber að dyrum í
Breiðadal. Þar bjó þá ekkja eins formannsins, er týnzt
hafði í mannskaðaveðrinu mikla. Hún kemur sjálf til
dyra og ber þegar kennsl á manninn. Hann biður hana
að gefa sér að drekka. „Biður hún Jón að doka við með-
an hún nái í drykkjarblöndu. Hraðar hún ferð sinni
niður í flæðarmál, sem er örskammt frá bænum, nær
þar í lítið eitt af sjó, blandar hann með sýru og ber gesti
sínum. Tók Jón við og slokaði stórum, því að hann var
þyrstur mjög. Er hann hafði teygað um hríð, var sem
úr honum drægi allan þrótt, hneig hann niður eins og
magnlaust flikki og var þegar dauður. Var þess getið
til, að sjórinn hefði verið honum miður hollur, auk þess
sem gera má ráð fyrir, að önfirzku ekkjurnar hafi engin