Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 27
25
Ártúnum að Voðmúlastöðum í Landeyjum, en þá varð
Guðmundur eftir í Ártúnum hjá Magnúsi bónda Árna-
syni, er þar hafði búið ásamt Guðmundi Benediktssyni,
og hjó hjá honum alla þá stund, sem hann var hérlend-
ur að því sinni. Hann er og talinn með Magnúsi eftir
að Halldór Þórðarson, tengdasonur hans sýnist hafa
verið búinn að taka við búi hans,1) þar til Magnús and-
ast, 17. maí 1842 75 ára að aldri.2) Árið 1837 er sagt
um Guðmund: „lært hingað og þangað úr kveri, efnileg-
ur“3) en árið 1840 er hann fermdur á trinitatishátíð:
„Guðmundur Guðmundsson frá Ártúnum, fósturfaðir
Magnús Ámason, rétt vel að sér, siðsamur, velgáf-
aður“.4) Eftir lát Magnúsar fósturföður síns var hann
áfram í Ártúnum hjá Halldóri Þórðarsyni, og árið 1844
er hann kallaður ,,smiður“,5) en næsta ár, 1845 er hann
meðal burtvikinna: „Guðmundur Guðmundsson — 20
ára — smiður — frá Ártúnum til Kaupmannahafnar“.6)
Eftir þessu hefir Guðmundur dvalið alllengi utan-
lands, eða um 6 ár, og er ekki annað um þá vem kunn-
ugt en það, sem bókað er eftir framburði hans sjálfs
fyrir rétti í Vestmannaeyjum 6. ág. 18537) .. . segist
vera nálægt 26 ára gamall.8) Aðspurður sagðist hann
1) Sálnareg. Odda.
2) Ministerialb. Odda.
3) Sálnareg. Odda. Bærinn er þar kallaður Hátún og svo er
fyrstu árin í tíð síra Ásmundar Jónssonar.
4) Ministerialb. Odda.
5) Sálnareg. Odda. Líkl. málmsmiður, hefir lært hjá Halldóri,
því hann var málmsmiður. Það kemur og heim við það, sem síð-
ar varð.
6) Ministerialb. Odda.
7) Aukadómabók Vestm.
8) Ekki rétt, sjá fyr.