Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 69
67
évangelíum, og við þessi tækifæri útbýtt kvöldmáltíðar-
sakramentinu, og þar að auki skirt eina persónu í nær-
veru fleiri persóna, sem þó ekki voru tilkvödd sem
vitni. Sá framstandandi segist ekki hafa vitað, að þetta
var lögum gagnstætt, en að hann hafi tekið það fyrir
af því að hann áleit, að það mundi seinna meir hafa
heilladrjúgar verkanir á þá er það meðtækju.1) Þar eð
nú vitnið hefir breytt svona „bona fide“2) (fann dómar-
inn), var honum skýrt frá, að þetta, er hann hefði tekið
fyrir, einkum útdeiling sakramentisins og skímin, væri
stríðandi móti hérgildandi lögum, og var honum lika,
eins og þeim hinsvegar nefnda (S. B.) gefin sama á-
minning og viðvörun undir sömu hótan ef útaf væri
brugðið“ o. s. frv.
Þessi réttargjörð er að sumu leyti ekki ómerkileg.
Hún sýnir fyrst og fremst ýmislegt smávegis um starf-
semi þeirra Mormónanna, og kemur það að nokkru
heim við skýrslu síra Jóns. Þessar samkomur, sem Guð-
mundur hefir verið að halda, em án efa þær sömu, sem
síra Jón getur um að haldnar hafi verið í Þorlaugar-
gerði og þeir séu að skjótast á eins og þjófstolnir, og sést
nú hvað þeir hafa aðhafst þar í „embættisnafni“. Þá eru
hér fáeinar sögulegar athugasemdir, sem notaðar hafa ver-
ið, t. d. um komu Lorentzens. En einkennilegast er, að
hvorugur þeirra, sem kallaðir vom fyrir, þóttist vita,
að þetta væri lögum gagnstætt, og báðir lofa að hætta.
Hið fyrra hlýtur að hafa verið hrein og bein ósannindi
hjá þeim, þó að dómarinn léti það gott heita, því að
1) Bætt við í svigum yfir línunni: (þ. e. Mormónatrúna).
2) Þ. e. í góðri trú.