Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 41
39
stundarsakir og ég væti mínar bleiku kixrnar mínum tár-
um, því guð sá gæskuríki hefir opinberað mér þetta ...“
o. s. frv. Hann stagast aftur og aftur á þessu, að guð hafi
opinberað sér allt um ástand Þórarins, og er næstum
þvi svo að skilja, að hann vilji telja Þórarni trú um, að
hann hafi með yfirnáttúrulegri vitrun fengið að vita
hvað skeð hafði, án þess að hann frétti það með venju-
legu móti. Hvert aðaltilefnið, eða jafnvel eina tilefnið
var til þess, að Þórarinn lét af trú sinni kemur skýrt
fram í bréfinu, því að hann hamast þar gegn ofmiklum
áhrifum konunnar á manninn. „Varð jörðin ekki bölv-
uð vegna þess að Adam hlýddi Evu? Var þeim manni,
er til brúðkaups var boðið, hlíft við fordæmingu, þó
hann hefði sér konu festa? Segir ekki Eiristur, að hver
sem elski föður eða móður, systur eða bróður, konu eða
börn meir en sig, sé sín ekki verðugur“. Síðar í bréfinu
talar hann beinna: „Og frá konu þinni útrekst ekki sá
illi andi nema með föstum og bænahaldi (svo segir mér
herrann) ...“ Hann leggur og mikla áherzlu á það, að
Þórarinn hafi haft embætti á hendi og brugðist því,
„Ó vei! ó vei! yfir hinum trygðarlausu ...!!“ Undir bréf-
inu stendur: „G. Guðmundsson mormónari, Ártúnum“.
En dagsetning er engin á bréfinu og er dálítið óvíst
hvemig í þessu öllu hefir legið. Bréfið sýnist helzt bera
vott um, að Guðmundur hafi skrifað það þegar hann
frétti um fráhvarf Þórarins, og sama er að skilja á orðum
síra Jóns í skýrslunni, „nú njósnaði mormóni Gvendur
þetta, sem þá var uppi á landi, og skrifaði Þórami mergj-
að bréf, af hverju hér innlegst copía“, sem er þetta bréf
Guðmundar. En þetta rekst aftur á annað, sem sagt er