Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 75
73
að halda yfir þeim réttarrannsókn, en þó kemur það
illa heim við orðalagið í bréfinu, þar sem hann kallar
það „Politiforhör“. Höfum vér í bréfabók sýslunnar tvö
skilriki frá sýslumanni um þetta. Annað er auglýsing,
dags. 18. des. (1853), líklega fest upp á almanna færi.
Hún er á dönsku í bréfabókinni og er á þessa leið, (þýð-
ing): „Þar eð útbreiðsla hinnar svonefndu mormónsku
kenningar er ekki leyfð að landslögum, er banna öllum
að taka þátt í eða vera viðstaddir nokkra samkomu í því
skyni, þá verður hver, sem breytir móti þessari aðvörun
minni, tafarlaust settur undir ákæru fyrir óhlýðni við
yfirvöldin og dæmdur í stranga lagarefsingu fyrir það
brot“. -— Hitt er bréf frá Kohl sýslumanni til síra Brynj-
ólfs um þetta mál. Það er einnig á dönsku og er dags.
19. des. (1853). Segist hann hafa haldið lögreglurétt yf-
ir mönnum þeim, er prestur nefnir, og auk þess hafi
hann talið rétt að yfirheyra Magnús Bjamason, tómt-
húsmann, því að á hans heimili hafi Mormónar haft
samkomur. Telur hann skaðlegt að fara með hörku að
slíkum vingltrúarmönnum (Sværmere), því að það gefi
þeim aðeins tækifæri til þess að verða nokkurskonar písl-
arvottar fyrir málefnið, heldur sé bezt að fara með þá
eins og óaldarseggi ,er gjöri glundroða í félaginu og verði
því að hafa gætur á, að þeir gjöri enga skömm af
sér. Segist sýslumaður hafa beitt þessari aðferð við þá
Samúel og Guðmund í prófinu, og hafi það hrifið mjög
vel. Magnúsi segist hann hafa bannað að halda samkom-
ur á heimili sínu, en aftur á móti segist hann hafa leyft
Guðmundi að hafa samkomur „ásamt sínum 6 eða 7 svo-
nefndu systkinum, ef það færi fram heima hjá honum
sjálfum í kyrrð“, enda búi hann á afskekktum stað. Segir