Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 115
113
Jón var talinn allvel greindur og hagmæltur.1) Hann
var kvæntur Sigríði Sigurðardóttur í Engidal í Skutils-
firði, en var jafnaðarlega „á flækingi um Vestfirði“
(Sýslumannaæfir) og auðnuleysingi alla ævi. Fjöl-
kynngisorð fékk hann, einkum eftir að hann náði í forn-
ar galdraskræður, sem geymdar voru í Vigur. „Tókst
Jóni með brögðum að stela þeim“, segir Gils.
Þeim Ásgeiri Jónssyni, prófasti í Holti, og Jóni Guð-
mundssyni hafði borið eitthvað á milli; varð úr fullur
fjandskapur, og hafði Jón í heitingum við prófast. Síra
Ásgeir hafði flutzt frá Holti að Sæbóli á Ingjaldssandi
vorið 1811 og rak þar búskap og sótti sjó með frábær-
um dugnaði og var talinn „formaður mestur við Ön-
undarfjörð“. Miðvikudaginn næstan fyrir uppstigningar-
dag 1812 reru 12 skip úr önundarfirði. Var minnsti bát-
urinn fimm-mannafar. Hin skipin voru áttæringar og
sexæringar. Sira Ásgeir var formaður á einum áttær-
ingnum.
En nú tekur við þjóðsagan:
Sama daginn sem önfirðingar reru, kom Jón Guð-
mundsson norðan yfir Breiðadalsheiði og er hann kom
í Önundarfjörð, frétti hann, að sira Ásgeir væri á sjó.
Þá notar hann tækifærið og tekur til kunnáttu sinnar,
ef hann fengi sira Ásgeiri í hel komið, en hirðir ekki,
þótt saklausir gjaldi. Jón heldur til sjávar og fremur þar
!) Systursonur Jóns var Jens, sá er orti vísuna:
„Merkur, hraður gefur upp gjöld,
góðsinnaður títt við öld,
sterkur, glaður, stór með völd
stiftamtmaður Castenskjöld“.
8