Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 76
74
hann presti svo frá auglýsingunni, og segistskuliábyrjast
með fullkominni vissu að menn hlýti því banni „því að ég
hygg að mönnum sé það kunnugt, að ég skipa það eitt, sem
ég hefi vald til, en læt á hinn bóginn, hvað sem það kost-
ar og án manngreinarálits, hlýða skipunum mínum11.1)
Öþarft er að taka það fram, að Mormónarnir munu hafa
farið sínu fram, þó að sýslumaður tali alldigurbarkalega.
VIII. Samúel reikar. Mormónar tínast heSan.
Einn af Mormónunum sýnist hafa verið nokkuð ó-
stöðugur í rásinni, en það var sjálfur Samúel Bjama-
son, einn af „prestunum“. Síra Jón segir í skýrslu sinni, að
Samúel hafi, sakir ofdrykkju, ekki staðið vel í prestsstöðu
sinni, og hafi hann því verið afsettur, en Guðm. muni
skipa einhvern annan, („máske Ólaf Guðmundsson“).
Það er að sjá á þessu orðalagi, að þetta sé nýlega um
garð gengið, og ef til vill hefir það staðið eitthvað í sam-
bandi við réttarhöldin yfir þeim, Guðmundi og honum.
Samúel sýnist hafa verið mjög drykkfeldur, og 1850
(20. sept.) skrifar Abel sýslumaður í tilefni af um-
sókn um jarðnæði, þar sem Samúel var eini umsækj-
andinn: „Samúel Bjarnason, tómthúsmaður, á 2 börn,
hið eldra 5 ára. Hann er dugnaðarmaður og gætinn, en
hann er svo hneigður til vinnautnar, að þótt hann sé
innan við þrítugt eru likamskraftar hans bersýnilega
veiktir11.1) Samúel skýrir síðar sjálfur frá því, hvaða þátt
þessi drykkjuskaparfýsn átti í mökum hans við Mor-
!) Copíubók sýsl.