Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 32
30
þessara trúníðinga etc. og munum við finnast und-
ir allt að 300 — sem háttnefndur leiddi hjá sér, til
þess að þar um kæmu reglur frá því háa stiftamti“ ...
Þá kemur um Þórarin og konu hans, svipað og hjá sýslu-
manni. Konan „flúði þá upp til mín, og nærri var við
að misti vitið“. Þegar Þórarinn var snúinn frá villu síns
vegar „vék hann á sunnudag var, eftir minni tilvísan í
heiðarlegt sæti, í dönskum sal svonefndum. En Guð-
mundur er þeim mun þverúðarfyllri með sitt áframhald
í þessari einþykni, sem áminst bréf hans til okkar út
vísa. Og einhverjir helztu merkismenn hér finnast ennú
óundirskrifaðir þá áðumefndu ósk...“ Loks spyr prest-
ur, hvað hann eigi að gera við hjónin, sem endurskírð
voru, af þau óski sakramentisins o. s. frv.
Hér sjáum vér þá gang málanna nokkum veginn, þó að
ekki sé allt ljóst. Síra Jón tekur það fram í sínu bréfi,
að Þórarinn hafi skírt þau hjón aðfararnótt 27. maí.
Þegar Guðmundur kom glóðvolgur út frá Danmörku
hafa þeir hert mjög á trúboðinu, loks fer fyrsta skím-
arathöfnin fram. Þá var teningunum kastað, og allt fer
í uppnám þegar það fréttist. Frá einum og sama degi,
uppstigningardegi, 29. maí höfum vér yfirlýsingu kjós-
enda Lofts Jónssonar, kæmna yfir Mormónunum, með
284 nöfnum undir og skrána yfir þá, sem ekki vildu
undirskrifa. Það er eins og vér sjárnn út úr þessum
skrifum hvemig allt er á tjái og tundri í Eyjum.
III. Loftur bóndi í ÞorlaugargerSi.
Yfirlýsing kjósenda Lofts Jónssonar, sú er sýslumað-
ur talar um í bréfi sínu nýnefndu og sýnist vera tals-