Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 28
26
eiga heima í Rangárvallahreppi í sömu sýslu og vera
þar fæddur og uppalinn. 17 eða 18 ára gamall1) segist
hann hafa farið til Kaupmannahafnar, hvar hann lærði
hjá gullsmið nokkrum, og eftir 4 ár varð hann sveinn
og erfiðaði Yi ár þar og svo í Slagelse og vann þar ca. %
ár hjá gullsmið Christensen og þaðan til Kaupmanna-
hafnar, hvar hann vann eitt ár, og frá Kaupmannahöfn
kom hann hingað til Eyja 1851“. Lætur þetta nærri, og
er þó full ríflega í lagt.
Hvar og hvemig Guðmundur hefir komizt í kynni við
Mormónskuna er mér ókunnugt, og ekki miklar líkur
til að það verði fundið, enda varðar ekki miklu. Má þó
telja víst að það hafi verið í Kaupmannahöfn í fyrri
veru hans þar, því að líklegast er, að þeir Þórarinn hafi
flækst irm í það saman og samtímis, en víst má telja að
Þórarinn hafi verið búin að fá smekk af því áður en
hann kom heim 1849.
Eins og áður er sagt kom Guðmundur til Vestmanna-
eyja 12. dag maímán. 1851. Þó er hann ekki talinn „inn-
kominn“ til Vestmannaeyja það ár, heldur 18522) en
aftur á móti telst hann meðal innkominna þetta ár í
Ministerialbók Oddaprestakalls: „Guðmundur Guð-
mundsson gullsmiður, Mormóni, frá Kaupmannahöfn
að Ártúnum“, og athugasemdin: „var þar í kosti“.
Þetta er í alla staði eðlilegt; hann hverfur aftur heim til
sinna fornu heimkynna, að Ártúnum til Halldórs bónda.
En það sem gjörir hér nokkum rugling er það, að hann
kemur allmikið við sögu Mormónskunnar í Vestmanna-
1) Skeikar jafnmikið og hinu.
2) Minist. Vestm.