Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 67
65
manni... og ber yður jafnframt að teikna yðar vitnis-
burð, að hinn sami sé hinnar evangelisku lúthersku trúar
og því að kirkjunnar lögum frí og frjáls“. Það eru nokk-
urs konar andlegar sóttvarnir, sem prófastur vill beita.
Jafnframt skrifar prófastur stiftsyfirvöldunum bréf
30. júlí, sem ekki er lengur til, en má sjá af svari stifts-
yfirvaldanna 9. ág., þar sem hann æskir staðfestingar
þeirra á fyrirskipunum sínum til síra Brynjólfs.
Bréf þetta hefir án efa orðið til út af fregninni, sem
prófastur hefir fengið af aðförum Mormónanna í Vest-
mannaeyjum. Sýnist þá um leið hafa verið gjört fremur
lítið úr mótstöðu síra Brynjólfs og hann þótt atkvæða-
lítill í málinu. Þegar vér lesum skýrslu síra Jóns Aust-
manns og sjáum þar, hve afar beizkur hann er út af
kapelánsskipuninni, getur oss flogið í hug, að hann
muni hafa borið prófasti söguna og ráðið mestu um
skoðun hans á framkomu síra Brynjólfs.
Þetta bréf prófasts hleypti nú skriði á málið. Síra
Brynjólfur brá þegar við og skrifaði sýslumanni bréf
það, dags. 31. júlí, sem Baumann sýslumaður sveigir að
í bréfi sínu til síra Brynjólfs 8. ág., en sjálft finnst það
bréf ekki. En áður en nokkuð hefir gjörst í þessu frek-
ar, kom prófastur sjálfur til Vestmannaeyja á vísitatiu-
ferð, og er vísitatíugjörðin dags. 2. ágústdag. Er þar
ekkert um Mormónana nema það, sem áður var nefnt.
En sjálfsagt hefir það verið eftir eggjan prófasts, að
síra Brynjólfur hefir ritað sýslumanni reglulegt kæru-
bréf á þá Guðmund og Samúel, dags. 3. ág. Það er
að vísu ekki til, en er nefnt í réttarhaldi því, er það
kom af stað, 6. ág.
Á réttarskýrslunni er ekki mikið að græða fram yfir
5