Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 30
28
endurskírð nóttina milli 26.—27. f. m.; og 7—9 (7—8 í
bréfab.), sem eru að búa sig undir að endurskírast, voru
viðstödd athöfnina, og meðal þeirra Loftur Jónsson, með-
hjálpari, sáttasemjari og alþingismaður, og hefi ég og
aðrir kjósendur hans tekið aftur kosning vora, en prest-
urinn hefir ekki vikið honum úr meðhjálparastöðunni,
og vil ég nú spyrja yðar hávelborinheit, hvort ég á að
víkja honum úr sáttanefndinni, og setja Sigurð bónda
Torfason á Búastöðum aftur inn í staðinn. Þegar það
varð uppvíst, að endurskírn hafði verið framin, krafðist
kona Þórarins Hafliðasonar skilnaðar þegar í stað. Varð
hörð rimma frá beggja hálfu, en sú varð niðurstaðan,
29. f. m., að hann lofaði hátíðlega, að láta af hinni nýju
trú sinni, og lét gott heita að konan, í návist minni, reif
sundur köllunarbréfið alþekkta, kastaði burtu hinni svo-
kölluðu helguðu olíu, með fyrirlitningu og braut mynd-
ina af hinum heilaga manni E. Snov1). 30. dag sama
mán. (maí) hvatti ég alla fermda, sem halda vildu fast
í sína fyrri trú, að rita nöfn sín, og lét hreppstjórann og
stúdentana M. Austmann og 0. Magnússon fara bæ frá
bæ og safna undirskriftum; eru nöfn þeirra á nafnaskrá
þeirri, sem hér er með, og eru þeir 12—14, sem halda
hóp við silfursmiðinn einan; en Þórarinn skrifaði undir
með hinum og neitaði einnig að koma á fund skírdags-
kvöldið,2) þegar hann var boðaður, annaðhvort til þess
1) Sá sem undirskrifaði köllunarbréf Þórarins „postuli og öld-
ungur“, sjá hér að framan.
2) Skærthorsdag Aften. Veit ég ekki hvernig þetta getur komið
heim og saman, því að skírdagur er 17. april þetta ár, og þá er
Guðm. ekki kominn og ekkert uppþot byrjað. Hefir sýslumaður,
þótt einkennilegt megi virðast, ruglað saman skirdegi og uppstign-