Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 51
49
falla niður óumtöluð, eins og þau með þögninni sýnd-
ust hafa fundið samsinningu“.
Það kom seinna á daginn að þetta með „prestinn“
frá Kaupmannahöfn, var ekki alveg úr lausu lofti gripið
þó að nokkur bið yrði á, að það kæmist í kring, og grun-
ur síra Jóns, að það mundi ekki hættulaust, staðfestist
einnig, þótt ekki yrði þar í nágrenninu, af því að „prest-
urinn“ kom aðeins í Vestmannaeyjar.
Þá sendir prófastur „afskriftir“ af bréfum Guðmund-
ar tveim og prédikun, er síðar verður getið. Svo segir
hann að lokrnn:
„Loksins get ég þess, að málmsmiður einn, að nafni
Magnús Eyjólfsson, sem er á næsta bæ við mig1) og
rnn hvora ég ekki var óttalaus að hefði látið sig leiða
af fortölum Guðmundar, lét' samt strax skira barnið,
sem hann átti í lausaleik við systur Guðmundar.2) Get
ég þessa af því, að ég veit þennan pilt óstaðfastan í allri
hugsan og í öllu ráði og ég veit fyrir víst að Mormóninn
hafði gjört sitt ítrasta til að fá þessa foreldra á sína trú.
— Samt fór svona, og ekki hafði ég talað eitt orð, er þar
að hneig við flysjung þennan, fyrri en við þetta tæki-
færi, en samt var þannig tilstillt af mér, að hann átti
mjög erfitt með að koma því í verk, sem að öllum
líkindum hefir húið í hug honum. Af því að ég veit til
fullvissu, að alhr prestar mínir eru, í mntöluðu tilliti,
1) Sámsstöðum (sjá sálnareg. Breiðabólst.).
2) Guðrúnu. Sálnaregistur Breiðabólst. telur á Sámstöðum með-
al annara: 1850: Magnús Eyjólfsson, vm. 2.3. gjörtlari, Guðrún
Guðmundsd. vk. 22. 1851: Magnús Eyjólfsson, óráðsettur, Guðrún
Guðmundsd., hjú. 1852 er Guðrún horfin af heimilinu, en um
Magnús er aths.: óstaðfastur í ráði. Barnið fæddist 6. nóv. 1851
og hét Guðlaug (Ministerialbók Brbólst.).
4