Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 37
35
„Sáttasemjarinn Loftur Jónsson á Þorlaugargerði og
bóndinn Jón Símonarson á Gvendarhúsi — hafa hvor-
ugir, né heldur neinn af þeirra heimilisfólki, sem stað-
fest er — hvorki skrifað sjálfir, né láta skrifa undir það
skjal, er við í gær og í dag höfum þeim auglýst, og hafa
borið fyrir sig ýmsar orsakir.
Benedikt og Ragnhildur í Kastala (döbte í Bein-
sund Natten imellem 26.og 27. Mai 1851)
Magnús Bjamason og hans kona
Guðmundur Guðmundsson í Ringstedshúsi (ikke
Sölvsmeden)
Ölafur Guðmundsson (berygtet for alle slette Hand-
linger)“.
Svo er loks athugasemd sýslumannsins um þá Loft og
Jón, sem áður er nefnd. Allt með hendi M. Austmanns
nema nöfn Benedikts og Ragnhildar og Magnúsar eru
með hendi Gísla Jónssonar hreppsstjóra, að því er sýn-
ist, og dönsku athugasemdirnar með hendi Abels. Hér
eru ekki nema 8 nefndir, og er þetta þó frumrit skrár-
innar, það er sýslumaður sendi í amtið. Hefir ef til vill
verið talið eitthvað af heimafólki hjá þeim Lofti og Jóni
með. Það fólk, sem nefnt er á skránni varð allt Mor-
mónar nema Ölafur Guðmundsson og Guðmundur Guð-
mundsson, en vel getur verið að þeir hafi verið með,
þó að aldrei yrði úr að þeir tækju skím. Síra Jón Aust-
mann nefnir Ólaf Guðmundsson í tittnefndri skýrslu
sinni 1853, og segist ekki efast um að hann sé Mormóni,
telur jafnvel líklegt, að hann verði dubbaður til prests
í stað Samúels Bjarnasonar, sem var óstöðugur í rásinni
um þær mundir. Ólafur þessi átti annars í stímabraki út