Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 34
32
sýnist eftir þessu bréfi hafa verið kosinn til þjóð-
fundarins með 6 atkv., enda er það ekki svo fjarri
sanni, því að í tilkynningu sýslumanns um kosning-
una, segir hann að þeir hafi verið kosnir „stúdent M.
Austmann og forligelsescomm. Loftur Jónsson“, séu
kjósendur alls 57 og af þeim hafi 15 kosið „efter gentagne
Opfordringer“. Annars fór þetta svo, að Loftur fór alls
ekki til þings en M. Austmann sat þingið fyrir Yest-
mannaeyjar,1) hvað sem því hefir valdið. Mætti þó geta
þess til, að Lofti hafi ekki þótt álitlegt að fara til þjóðfund-
arins, er hann var flæktur orðinn inn í Mormónskuna.
Loftur þessi Jónsson í Þorlaugargerði var annars ein-
hver skynsamasti bóndinn i Eyjunum, og furða, að hann
skyldi lenda í þessu. Má sjá það, hve framarlega hann
var talinn meðal jafningja sinna á því, hve ýmiskonar
trúnaðarstörf honum voru falin, og einnig á ýmsum at-
hugasemdum um hann eftir að hann var orðinn bendl-
aður við Mormónana. Síra Jón Austmann segir í skýrslu
sinni 1853, að hann (þ. e. Loftur) hafi „með sannri á-
nægju“ verið af sér kjörinn meðhjálpari og hefir um
hann þessi orð (þar blandast gremja inn i): „Greindur
en þó grillufullur og sérvitur maður, spektar- og sið-
prýðismaður, listum búinn“. Sýslumaður gerir þá at-
hugasemd um hann og Jón Simorarson í skránni yfir þá,
sem ekki vildu undirrita kæruskjalið gegn Mormónum:
„Loftur Jonson og Jon Simonarson ere Mænd af Indflyd-
else paa deres Jævnlige". 1 kirkjubókum, (sálnaregistr-
um) eru líka athugasemdir er sýna þetta sama, t. d.
1854: „Mormóni!! en prúðmenni rnesta". Það hefir þvi
1) Tíðindi frá þjóðfundi Islendinga árið 1851, bls. 3 og 5—6.