Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 101
99
Hin sagan er um grátt gaman — níðingslegan strák-
skap. Amma mín þarf að bregða sér í kaupstað yfir
að Flateyri, og fær far yfir fjörðinn með sýslumanns-
hjónunum í Hjarðardal. Stór og sterkur vinnumaður
sýslumanns þykist ætla að bera hana af skipi eins og
húsbændur sína, en eftir undirlagi sýslumanns lætur
hann sem sér verði fótaskortur og dettur kylliflatur með
hana. Gils segist svo frá: „Madaman skellur endilöng
í sjóinn og sýpur hveljur í ákafa. Brátt gat hún þó
komið fyrir sig fótum og skreiðzt upp í fjöruna, hold-
vot inn að skinni“. Söguritaranum finnst svo mikið til
um þetta afreksverk, — verður svo frá sér numinn, að
hann ræður ekki við pennann. Það nægir ekki að rita
„holdvot“, heldur „holdvot inn að skinni"! Þetta mun
herra Gils telja einber „pennaglöp“. Nei, pennaskömm-
in hugsar ekki fyrir nokkurn mann.
Gils gefur í skyn, að meira sé til af slíkum sögum þar
vestra. Mér þykir þetta sennilegt, að hviksögurnar hafi
æxlast hver af annari, ávaxtast og margfaldazt eins og
fjársjóðir í góðum banka, á svo löngu tímabili — 120
árum — hjá því fólki, sem hefir mestar mætur á hvik-
sögum.
Alkunna er það, að þegar lygin ætlar að gjöra sig sem
allra ísmeygilegasta, þá tekur hún í fylgd með sér meira
eða minna af sannleika sér til framdráttar. Mig grun-
ar, að svo muni vera um söguna, sem Gils kveður ömmu
mina með. (Frá y. n. II, bls. 82). Gils segir svo frá:
„Þorvaldur og Kristín höfðu misst tvö ungböm, meðan
þau dvöldu í Holti. Var það haft eftir Kristínu, er þau
fluttu suður hjónin, að réttast væri að grafa upp lík
barnanna og flytja þau með sér. Þau séu af of góðu