Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 10
8
drjúg áhrif á þroska hans. Fór hann nú brátt að sjá
sýnir og segja fyrir óorðna hluti, og lögðu menn lítinn
trúnað á það í fyrstu. En þá kom það atvik, sem gaf
honum vopnið í hendur.
Prestur nokkur, Samúel Spaulding að nafni, hafði
snemma á öldinni ritað skáldsögu eina, er fjallaði um
frumbyggja Ameríku. Lét hann það heita svo, að þeir
væru niðjar Gyðinga nokkurra, er flutzt hefðu þangað
í fymdinni. Segir margt af þessum Gyðingum, og niðj-
um þeirra, en svo fór að lokum, að þeir urðu undir í
haráttu gegn illum mönnum. Áður þetta kæmist að
fullu í kring gat þó spámaðurinn Mormón tekið saman
bók um þessa viðburði, og fólgið hana. Þessi hók Spauld-
ings komst ekki á prent, en maður nokkur, Sidney Rig-
don að nafni, komst yfir handritið, og hjá honum fékk
Jóseph Smith vitneskju um þetta. Englar sögðu nú Jós-
eph Smith hvar Mormónsbók væri fólgin, en hún var
rituð á gulltöflur með „nýegipzku“ letri og gat enginn
lesið það né þýtt nema Jóseph Smith, því að hann fann
einnig, fyrir opinberun, sérstök gleraugu, „úrím og
túmmím“, sem höfðu þá náttúru, að með þeim urðu
rúnimar ráðnar. Enginn fékk nokkm sinni að sjá þess-
ar gulltöflur, og höfðu menn fyrir satt, að þær væru
engar tál.
Of löng saga væri að segja frá öllum þeim brösum,
sem Jóseph Smith átti í, meðan á því verki stóð að fá
Mormónsbók gefna út. En út kom bókin loks árið 1830,
og tók nú bráðlega að safnast flokkur um Jóseph Smith
og opinberanir hans. Kallaði hann flokk þennan „Jesú
Krists kirkju síðustu daga heilögu“, en venjulega kalla
þeir sig aðeins „síðustu daga heilögu“ (latter day saints)