Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 108
106
Stefán um vanrækslu á messugjörðum og um lítinn
áhuga á barnafræðslu og segir nokkrar sögur af sliku
(bls. 101—106). En á bls. 99 segir Gils: „Þótt sira
Stefán hafi fráleitt lent á réttri hillu, er honum var
þröngvað til guðfræðináms, reyndist hann fremur rögg-
samur í embættá. Prófastur var hann gerður 1860 og
rækti það starf vel“. Hér er sagnaritarinn bersýnlega
orðinn tvísaga. Prestur, sem vanrækir tíðagjörðir og
barnafræðslu, reynist ekki röggsamur í embætti, og
prófastur, sem sýnir lítinn áhuga á þvi, hvemig börn
í prófastsdæminu eru búin undir fermingu, rækir ekki
vel starf sitt.
Á bls. 97 segir Gils: „Stefán var á yngri ánun fríður
sýnum og glæsimenni mikið. Stór var hann vexti, þrek-
inn og herðabreiður, en svipur allur og yfirbragð lýstu
þrótti og einurð“. Á bls. 107 segir Gils enn fremur um
sira Stefán: „Má gera sér í hugarlund, að hann hefði
sómt sér með mikilli prýði sem formaður á vönduðu og
sterklegu hákarlaskipi, gyrtur sjóbrókinn og öðrum hlíf-
arfötum, vaðandi í grút og lýsi, en drekkandi brenni-
vín í landlegum og á tyllidögum. Hefði hann eflaust
átt þar betur heima en í prédikunarstól eða fyrir altari“.
Samkvæmt sögum sínum um sira Stefán og lýsingum
á honum, þykist Gils hafa ástæðu til að ætla glæsi-
menninu nýja stöðu og nýtt gervi, en varar sig ekki á
því, að hann er um leið að búa til skælda mynd af
hákarlaformönnum. En annað mál er það, að sira
Stefán myndi hafa þótt liðtækur í þeirri stöðu og unað
sér betur í hóp frjálsra, röskra og framtakssamra drengja
en innan um liðleskjur og landeyður og óþokkapilta, t. d.