Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 139
137
— Ölafur Ölafsson bjó á Eyri; Margrét hét kona hans,
dóttir Erlings á Geitabergi. Móðir Ölafs var Þórunn,
systir Þorsteins í Kambshól. Þau hjón fluttust frá Klafa-
stöðum að Eyri, en sá hét Nikulás, er þar bjó næstur á
undan þeim. — Þorsteinn bjó á Kambshól; ekki man
ég hvað kona hans hét.10). — Helgi bjó á Glammastöð-
um og Eygerður, dóttir Björns á Draghálsi; hann giftist
í elli sinni.11) Eftir lát Björns fluttist Jón Guðmundsson
frá Háafelli í Skorradal að Draghálsi, mesti aðfaramað-
ur; hann giftist Guðnýju Andrésdóttur, systur Andrésar
á Hvítárvöllmn; hann dó ungur.12) — Á Geitabergi
bjuggu Erlingur og Guðrún í gömlum stíl.13) — Á
Þórustöðum bjó Snorri, er átti Sigríði systur Vigfúsar
á Drageyri; þeirra dóttir, Sigriður, átti Ján Pálsson
söðlasmið í Brennu, og er hans áður getið.14)
Mér láðist að geta þess, að Þórður Þorsteinsson fluttist
að Leirá eftir lát Jóns Thoroddsens, og varð mesti upp-
gangsmaður; hans dætur voru Þórveig, kona Sigurðar
frá Rauðamel, og Steinunn, fyrri kona Ármanns frá
Fiskilæk.15)
Hvalfjcirðarströnd. í Stóra-Botni bjó Gísli Gíslason,
greindur maður og lögfróður.16) — 1 Litla-Botni bjó Ein-
ar, skrítinn karl, og í fomum stíl.17) — Á Þyrli bjó Jó-
hann Torfason, harðdrægur maður, nízkur og drottnun-
argjam; Guðlaug hét kona hans, valkvendi og helzt of
góð fyrir Jóhann. — Á Litla-Sandi bjó Guðmundur
Oddsson og hét Margrét kona hans, Sigurðardóttir, Ste-
fánssonar, af Akranesi. — Á Mið-Sandi bjó Davíð, faðir
Sigríðar móður séra Bjarna Símonarsonar á Brjáns-
læk.18') — Á Brekku bjó Loftur Bjarnason frá Vatns-
homi; Guðrún hét kona hans.19) Ekki man ég, hver