Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 64
62
frá Lorentzen af 19. júní þ. á“. Svo kemur nú um Sam-
úel frekar o. fl. og því næst heldur upptalningin áfram:
„Helga þjónustustúlka frú Lintrup ... hún er svo líka
skírð, svo að á hverjum sunnudagsmorgni læðast eins og
þjófstolnir upp að Þorlaugargerði (hvar þá þjónustan var
haldin og sacrum upp á þeirra vísu meðhöndlað af og
til): Loftur, Samúel og hans kona ..., Guðný frá Ömpu-
hjalli, Helga frá Lintrup og Magnús Bjarnason, viku-
lega þá hann kemur frá fastlandi; ég efast ekki um Ölaf
Guðmunasson og guð veit hvað fleiri. En nú kemur mér
það málefni ekkert við, því að ég var saklaus meðhöndl-
aður eins og ég var ...“.
Þessi margnefnda skýrsla síra Jóns Austmanns er
geymd í skjölum Rangárvallaprófastsdæmis. Hún er ó-
dagsett, en má ráða það af smávegis í henni, að hún
muni vera samin sumarið 1853. Hann kallar hana:
„Skýrsla, hreinskilin og sönn, með tilliti til þeirrar geist-
legu rannsóknar, sem að okkar háttmetinn herra pró-
fastur J. Halldórsson hélt nú við seinustu vísitatiu hér
á kirkjunni, viðvíkjandi þess mormónska lærdóms út-
breiðslu“. 1 vísitatiubók prófastsdæmisins er þetta ritað
við vísitatíugjörð í Vestmannaeyjum 1853, 2. ág.: „Pró-
fasturinn spyr, hvort hinir svokölluðu Mormónar séu
hér að fjölga, og kvaðst hann biðja prestana, að leita
allra mögulegra bragða til að stemma stigu fyrir út-
breiðslu þeirra“. Hér kemur því allt heim og saman,
Hellige paa Vestmannaöe, Den 19. Juni, 1853, overensstemmende
med Kirkens Regler ved Haandspaalæggelse af J. P. Lorentzen,
G. Guðmundsson, Loftur Jónsson og Magnus Bjarnason og...“
Dagsett 19. júni 1853 og undirskrifað: Guðmund Guðmundsen,
Grenens Præsident. Johan P. Lorentzen, udsendt Ældste.