Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 154
152
bónda að Stóru-Vogum, Jónssonar. Var þingmaður Borg-
firðinga 1875—79. Fimm voru börn þeirra hjóna: Júlíus,
Ölafur, Stefán, Guðrún og Þóra. Ólafur og Stefán eiga
afkomendur.
27) Hallgrímur Jónsson í Guðrúnarkoti var fæddur í
Ási í Melasveit 19. nóv. 1826. Foreldrar hans voru Jón
(d. 3. nóv. 1841) Hallgrímsson, síðast bóndi i Melaleiti,
og kona hans Halldóra Sigurðardóttir bónda að Ytra-
Hólmi, Björnssonar. Afi Hallgríms var Hallgrímur á
Skeljabrekku, Jónssonar á Hvanneyri. Kona hans var
Hallgríma Jónsdóttir, ættuð úr Þingvallasveit. Flallgrím-
ur reisti bú á Miðteig á Skaga, er hann þegar nefndi
Guðrúnarkot; þar bjó hann frá 1854 til dauðadags, 18.
jan. 1906. Kona hans var Margrét (f. 11. júlí 1853, d.
2. júlí 1903) Jónsdóttir bónda að Hnausum, Ólafssonar,
í Húnavatnssýslu. Hallgrímur var þingmaður Borgfirð-
inga 1869—73, og hreppstjóri Ytri-Akraneshrepps til
dauðadags. Hann var vel gefinn maður, sérlega hepp-
inn formaður og búhöldur góður; þótti hann góður hús-
bóndi; honum leiddist öll óregla, og ómennska átti ekki
við hans skap. Um þessar mundir geysaði fjárkláðinn;
bar þeim Hallgrími og Jóni sýslumanni Thoroddsen
mjög á milli, hvað gjöra skyldi i því máli. Sýslumaður
hallaðist að niðurskurði, en Hallgrímur vildi láta lækna
féð; urðu um það talsverðar stimpingar þeirra á milli.
28) Sú var fyrst verzlun á Akranesi, er Ditlev Thom-
sen setti þar á stofn útibú, en fyrsti verzlunarstjóri hans
var Þorsteinn Guðmundsson. Um líkt leyti, eða litlu
siðar, komu þeir svo bræðurnir Snæbjörn og Böðvar Þor-
valdssynir og ráku þar sína verzlunina hvor. Arið 1883
kom Pétur Hoffmann að vestan, byggði hann þegar stórt