Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 43
41
sem umvendan Þórarins sé vottur um að þetta sé allt
að hjaðna, og er bréf hans mest megnis gleði- og þakk-
lætisorðútaf fastheldni safnaðarins við sína skírnamáðo.
s. frv. og svo svar upp á fyrirspum síra Jóns um þau
Benedikt og Ragnhildi, sem skírð höfðu verið. Segir bisk-
up, að þeim eigi ekki að veita sakramenti, meðan þau
séu utan kirkjunnar, en snúist þau aftur, þá eigi að taka
þau „eins og önnur endurvitjandi böm11.1) Stiftamtmað-
ur skrifar sýslumanni dagirm eftir og hefir flest út á
aðferð hans að setja. Er gramur yfir því, að sýslumaður
skuli ekki, samkvæmt amtsbréfinu 5. maí, hafa kallað
Guðmund fyrir sig og birt honum aðvömn laganna, og
bendir honum á NL. 2—-1, sbr. 6. 1—4 og 3, því að þeir
lagastaðir „hafa ótvírætt gildi á Islandi, þar til gmnd-
vallarlög Danmerkur, ef þau verða látin gilda á Islandi,
fella þá úr gildi“, en biður hann jafnframt „að fara með
allri þeirri gætni, er sé svo nauðsynleg í slíkum málum“
tncð því að vænta megi, að trúarbragðafrelsi verði komið
hér á innan skamms. — Þá kemur það, sem áður er sagt
um alþingissetu Lofts Jónssonar og fmmhlaup sýslu-
manns í því efni, og loks segir, að „ekki sé næg ástæða
til þess að víkja honum úr sáttanefnd, þar sem ekki er
sannað að hann hafi tekið mormónatrú“.2)
Þessi bréf komu til Vestmannaeyja 18. s. m.3) Abel
sýslumaður þurfti nú ekki að mæðast lengur í þessu né
heldur að leiðrétta skissur sínar, því að hann fer utan
um þessar mundir, og kom ekki aftur til embættisins.
!) Bréfabófc biskups 1850—’52, nr. 204 bls. 314—’15.
2) Sýslubréf Vestm.
3) Sjá Aukaréttargjörð 23. júni 1851.