Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 134
132
atburði hér og þar í Borgarfirði, er hljóta að hafa við
einhver rök að styðjast, þó að heimildir séu glataðar.
Suðaustanvert við Grunnafjörð er Akranes og Skil-
mannahreppur, og þar fram af til landnorðurs er Hval-
fjarðarströnd; en norðvestan fjarðarins er Mela- og
Leirársveit, og Svínadalur þar fram af til norðausturs.
Til þess að komast að efninu, verð ég að byrja á þvi
að nefna Höfn í Melasveit. Það er stór og góð jörð. Þar
var áður fyrr mikill og góður skógur, en nú er hann
fyrir löngu horfinn. Þar var tvíbýli, þegar ég man fyrst
eftir. Magnús Einarsson og Nikulás hétu bændurnir;
kona Magnúsar hét tJlfhildur Bjamadóttir, frá Vatns-
homi í Skorradal, Hermannssonar. Kona Nikulásar hét
Ragnheiður Ingimundardóttir, systir Guðmundar á öl-
valdsstöðum. Nikulás dó ungur; giftist þá Ragnheiður
Ara á Kirkjuvöllum á Akranesi; þá keypti Pétur Sivert-
sen Höfnina og flutti á hálflenduna; þar voru þeir
Magnús báðir næsta ár, en þá flutti Magnús að Hrafna-
björgum á Hvalfjarðarströnd. Kona Péturs Sívertsens var
Steinunn, dóttir séra Þorgríms í Saurbæ. Þau voru hin
mestu höfðingshjón að einu og öllu.
Á Narfastöðum bjó Hallgrímur Bachmann; Sigríður
hét kona hans. I Belgsholti bjó Ólafur Elíasson, þar næst
Guðmundur Þorgrímsson, bróðir maddömu Steinunnar
í Plöfn. Magnhildur hét kona hans, ættuð að vestan. —
Jón bjó í Belgsholti; Guðrún hét kona hans. — í Ás-
koti bjó Eiríkur Reykdal; hann var hreppstjóri, í meðal-
lagi vinsæll.
Á Melum voru þrír prestar í minni tíð. Fyrst séra
Jakob Finnbogason, hann skírði mig; svo var séra Guð-
mundur Bjamason, síðar á Borg á Mýrum; og síðast