Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 53
51
enna dauðu og þann eilífa dóm, þá mótstandið þér sann-
leikanum sjálfum. Og það megið þér vita, að á yður
liggur þungt andsvar“ o. s. frv. Hér sjáum vér helztu
deilumálin skína í gegn. Einkum var það þó endur-
skímin, sem hlaut að verða að ágreiningsmáli, og það,
að Mormónar höfnuðu (og hafna) ungbarnaskírn. Um
það segir hann síðar í bréfinu:
„Ungharn er ekki í standi til að trúa, svo lengi það
er óviti, og því er það synd1) fyrir guði að skíra þau,
sem óvitar em, engu geta þá sjálf játað eða neitað.
Bamið er að sönnu saklaust, en hinna er ábyrgðin, því
að hver sem ekki er með mér“ ... o. s. frv. Öskar hann
presti þess að lokum, að „guðs endurlausnarfyrirheiti“
mætti vera honum jafn opið og augljóst eins og sér.
Þetta bréf er nú, eins og sjá má, tiltölulega meinlaust,
og hefir sprottið af einhverju, sem Guðmundur hefir
heyrt haft eftir síra Markúsi. Annað bréf, sem einnig
fylgir bréfi prófasts er merkilegra að sumu leyti, þvi að
bæði sýnir það nokkuð hvernig Guðmundur reyndi að
ná mönnum á sitt mál, og svo gefur það oss sögulegar
upplýsingar, þótt lítilvægar séu. Það er skrifað Þórði
bónda Sigurðssyni á Unhól. Þar segir hann:
„Heiðraði gamli mann! Alúðar þakkir fyrir alt gott
og skemtilegt viðmót og góðsemi að gömlu og nýju!
Þegar ég var á ferð um daginn, þá entist ekki dag-
urinn til að tala og yfirvega alt, sem vera mátti, hefði
timinn enzt, þó að sönnu það, sem ég sagði, væri full-
komlega nóg aðvörun til þeirra, sem ekki forherða sín
hjörtu fyrir þeim eilífa sannleika“ ... svo kemur almenn
1) Með stóru letri í bréfinu.