Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 77
75
mónana. En hafi hann verið „afsettur“ sumarið 1853,
þá hefir hann þó verið tekinn í sátt aftur, því að hann
er, eins og áður var skýrt frá, annar þeirra, sem síra
Brynjólfur kvartar um við sýslumann 9. des., og hann
er einn af þeim, sem sýslumaður yfirheyrði. En svo
segir hann skömmu siðar skilið við Mormónana, og
gefur skriflega yfirlýsingu um það, líklega síra Brynj-
ólfi. Þar er þetta upphaf: „Ég, Samúel Bjarnason, játa
hér með og viðurkenni, að ég hefi nú um stundarsakir
gengið villur vegar, með því að ég hefi af einfeldni minni
og hugsunarleysi gengið í hið svokallaða Mormónafé-
lag og látið skirast að sið þeirra með niðurdýfingu í sjó;
ég gjörði þetta sakir þeirra ginnandi fyrirheita, sem þeir
gáfu mér, með því að ganga í trúarflokk þeirra, að ég
nefnilega þar við fengi kraft til að mótstríða freisting-
unum fremur en að undanförnu. En nú er ég, af minni
eigin reynslu, kominn að raun um, að þessi fögru fyrir-
heit Mormóna eru einber lygi og ósannindi, hvað mér
viðvíkur. Ég hefi ekki fengið neinn kraft fremur en
annars, til að stríða mót mínum hörðustu freistingum,
sem sér í lagi er löngun til víndrykkju, af hverju að
spretta ótal glæpir og hryggilegar afleiðingar og ófarir. 1
þessari auðmjúku viðurkexmingu, hefi ég nú fyrir fullt
og allt sagt skilið við flokk Mormóna, án þess þeir hafi
sjálfir útvísað mér, og skal ég eigi framar taka þátt í
þeirra svonefndu guðsþjónustum, heldur eingöngu halda
mér til þeirrar evangelisk-lúthersku, sáluhjálplegu trú-
ar“ o. s. frv. Biður hann guð að fyrirgefa sér þetta frá-
hvarf.
Afturköllunarbréf þetta er dagsett 23. des. 1853. Það
sýnir oss, að Samúel hefir sjálfur fundið sárt til drykkju-