Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 55
53
„Þórður Sigurðsson, 76 ára, heldur vel að sér.
Anna Pétursdóttir, 54 ára, kona hans“.
Annars eru engar athugasemdir hér frekar en annars-
staðar á meginlandinu, um Mormónatrú, að því er ég
hefi rekið mig á, enda sýnir og bréf Guðmundar að hann
hefir átt erfitt með þá, þó að hann reyni bæði skjall og
hótanir um þunga ábyrgð á efsta degi til þess að sigra þá.
Þriðja skjalið, sem prófastur sendi biskupi, er ræða
ein eftir Guðmund. Hún er í sjálfu sér ekkert merkileg
nema að því leyti, að hún sýnir prestskapar hæfileika
og talanda Guðmundar, og þar sem ég þekki ekki ann-
að af því tagi, eru sett hér sýnishom af henni, upphaf-
ið og endirinn. Upphafið er svona:
„Elskulegu tilheyrendur! Ö! mínir meðfæddu vinir
og landar, þið, sem ekki þykist ofstoltir i yðrum hjört-
um til að hlýða og yfirvega í einfeldni og guðs grandvar-
leika nokkurjum sáluhjálparatriðis orðum heilagrar ritn-
ingar, hver að frelsað geta hverja sál, sem leitar guðs
og gengur um þær réttu dyr á sauðahúsinu, hverjar dyr
að em heimsins frelsari, Jesús Kristur, sem hefur gjört
þann sáttmála við okkur óverðuga, sem vomm dauðir
í syndunum ,að vér skulum fyrir trúna á hann endur-
nýjaðir verða og afklæddir þeim gamla manni, sem lifa
skuli í réttlæti og heilagleika fyrir guði æfinlega, sem
Paulus vottar. Hefir eitt ungbarn verið nokkurntíma
íklætt gömlum manni? Nei! það er saklaust, og því-
líkra er guðs ríkið eftir Krists orðum. En þegar það er
komið til vits og ára og veit að trúa og ekki trúa, og ef
það svo trúir Jesú Kristi heilsusamlega lærdómi, þá ber
að skira það til syndanna fyrirgefningar, og það skal