Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 73
71
Á eftir skýrslunni er „viðbætt" og þar í þetta:
„Þetta skímardót má ekki ske, utan eftir þjófa vísu
á nóttum. Þeir vom lengi vel örugglega vaktaðir í sum-
ar, og þeir hér við búnir komu að sjáfarlóninu, í hvörju
kaffært er, (likast því sem lús er drepin í hrossi) hvar
sumir supu á hveljum, þá snem þeir heim við svo búið,
unz þeir kæmu kaffæringunni (skírnarnafnið misbrúka
eg ei) í dimmri þoku . .
Nú heyrist ekkert um starfsemi Mormónanna fyrr
en undir árslokin. Hið eina, sem á þá er minnst er það,
að síra Jón Austmann spyr Baumann sýslumann, 22.
sept. (1853), hvort Loftur Jónsson sé hæfur til þess að
gegna með sér sáttasemjarastörfum, þar sem hann „hef-
ir til þess öndverðlega á þessu sumri gengið inn í þann
svo nefnda mormóniska trúarbragðaflokk og látið skíra
sig í þeim sama.“ Óskar hann eftir svari hið fyrsta,
því ein sáttatilraun sé ákveðin 26. þ. m.1)
Baumann svarar samdægurs, að því aðeins geti verið
að tala um, að víkja Lofti frá sáttasemjarastörfum, að
hann hafi opinberlega tilkynnt presti að hann sé geng-
inn í mormónska flokkinn og úr þjóðkirkjunni, og vísar
því málinu aftur til prestsins til nánari umsagnar.2)
Sýslumaður hefir án efa haft fyrir sér bréf amtsins mn
þetta efni dags. 10. júní 1851, en um Loft er með öllu
óvíst hvort hann var búinn að taka Mormóna skím er
hér er komið, og þó sennilegra að hann hafi ekki verið
búin að því, og jafnvel ekki gjört það fyr en töluvert
seinna, en hitt er víst að hann var að fullu og öllu genginn
inn á skoðanir Mormóna, og staðráðinn í að fylgja þeim.
1) Sýslubréf Vestm. 2) Copíubók sýsl.