Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 26
24
II. Guðmundur GuSmundsson kemur.
Háyfirvöldin sýnast hafa verið rólegri í tíðinni og ó-
smeykari en Abel sýslumaður og síra Jón Austmann.
En meðan háyfirvöldin yfirveguðu þetta, og gáfu heil-
ræði hélt Mormónskan áfram að grafa um sig í Vest-
mannaeyjum. Og nú, áður en þessi yfirvaldabréf kom-
ust til Vesmannaeyja, sem ekki varð, sakir ótíðar fyrr
en að kvöldi þess 2. júní,1) var hinn „hættulegi“ Mor-
móni, sem þeir Vestmannaeyingarnir höfðu getið um,
Guðmundur Guðmundsson, stiginn á land í Vestmanna-
eyjum, 12. maí 1851,2) og tók nú þegar til óspilltra mál-
anna.
Guðmundur þessi var fæddur 10. marz, 1825. For-
eldrar hans voru Guðmundur Benediktsson bóndi í Ár-
túnum í Oddasókn og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir.
25. sama mánaðar er hann skírður í heimahúsum3) af
síra Helga Thordersen, presti í Odda, þeim sama, sem
nú er orðinn biskup og átti að standa móti villutrú Guð-
mundar. Var Guðmundur 3. ham þeirra hjóna og næst
síðasta, en síðust bamanna var Guðrún, sú er siðar verð-
ur nefnd. Ólst Guðmundur upp í Ártúnum og fara að
vonum af honum fáar sögur. Hann sýnist hafa verið
efnilegur piltur, eftir þeim fáu athugasemdum, sem
um hann eru gjörðar í sálnaregistrinu. 1830 er Guð-
mundur 5 ára og er farinn að stafa og 1836 er sagt, að
hann sé ,,efnilegur“.4) Árið 1835 fluttist faðir hans frá
!) Sjá upphöfin á bréfum þeirra sýslumanns og prests í Vestm.
3. júní 18S1 hér á eftir.
2) Bréf sýslum. í amtið 3 júní 1851.
3) Ministerialb. Odda.
4) Sálnaregistur Odda.