Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 19
17
Jesus, og döbe í Vandet den, som omvender sig, og ud-
dele Brödet og Vinen til dem, og alt der henhörer til
hans Kalds Pligter, saa som den Hellig Aand skal vejlede
ham. Og vi bede: at Herrens Velsignelse maa hvile paa
ham og enhver som hörer hans Ord.
Köbenhavn den lOde Marts 1851
Eratus Snov
Apostel og Ældste í benævnte Kirke11.1)
Me5 Þórarni eða um sama leyti kom einnig annar
Mormóni, Jóhann Jóhannsson, frá Kaupmannahöfn, og
var von á þeim þriðja bráðlega, sem sé Guðmundi Guð-
mundssyni. Það var því ekki furða, þó að þeim, sem
gæta áttu hjarðarinnar litist ekki meira en svo á blikuna,
einkum þegar þess varð brátt vart, að jarðvegurinn var
alls eigi svo illa fallinn fyrir þennan nýja boðskap,
sem margur hefði haldið. Fara nú bréf um þessi efni
frá sýslumanni Abel í amtið, og frá sóknarprestinum,
síra Jóni Austmann, til biskups, bæði dags. 28. apríl
1851, og eru það fyrstu heimildirnar um Mormónatrúna
hér á landi.
Sýslumaður skrifar allgreinilega um málið, og af því
að þar er bæði ljós frásögn um þessa fyrstu atburði, og
sýnir á hinn bóginn hvernig mönnum leizt á þessar að-
farir birtist það hér (í þýðingu):
!) Sbr. notarialiter staðfest eftirrit í bréfum amtsins, sent með
bréfi sýslumanns 28. apr. 1851. Orðrétt samhljóða því er og af-
skrift síra Jóns Austmanns í skýrslu hans 1853 (í bréfum Rangár-
þings prófastsdæmis).
2