Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 97
95
Gils ritar alllangt mál um móðurforeldra mina, sira
Þorvald Böðvarsson og Kristínu Bjarnardóttur (bls. 66
—88 í Frá yztu nesjum II), og má ég þakka honum, að
ég er nokkru fróðari eftir en áður um1 veru þeirra í
Holti og um það, hvers vegna þau hrukku þaðan suður
að Melum, sem var miklu lakari bújörð en Holt, og
brauð miklu tekjuminna. Þau voru svo óheppin að
flytja að Holti 1811 öllum ókunnug og í óþökk flestra
sóknarmanna, því að þeir höfðu ætlazt til, að sira Ás-
geir prófastur Jónsson yrði eftirmaður föður síns í
Holti. Sök afa míns var sú ein, að hann hafði dirfzt
að sækja um Holt. Þau hjónin höfðu verið virt og vel
metin, meðan þau bjuggu á Reynivöllum í Kjós, en í
önundarfirði er þeim tekið fálega, og þau fella sig ekki
heldur við sveitarbraginn, og þeim bregður við siðina,
sem vonlegt var, ef mark skal taka á dómi Daða hins
fróða um siðsemi Önfirðinga á þeim árum. En eins og
áður er sagt, virðist Gils dómurinn allréttur, og hann
hefir eitthvað fengizt við að sannprófa hann.
Gils segir (Frá y. n. II, bls. 75): „Séra Þorvaldur var
virtur og í metum hafður vestra fyrir gáfur sínar og
lærdóm, en þó var eins og hann samlagaðist aldrei
sóknarbörnum sínum verulega“. — Það var varla við
því að búast, að hann gæti samlagazt þeim, sem reyndu
með ýmsu móti að gjöra konu hans til miska og móðga
hana með orðum og gjörðum. Og eftirtektarvert er það,
að ævisögubroti sínu lætur hann lokið einmitt þar, er
hann er kominn að Holti, alveg eins og honum sé óljúft
að minnast dvalarinnar þar vestra. Loks kom sú stund,
er amma mín hafði þráð í ellefu ár, að hún fengi losazt
við áreitni þeirra, sem gjörðu henni lífið leitt í önund-