Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 21
19
lesa áðumefnt rit, stefndi ég Þórami til mín, sýndi hon-
um fram á það, hve rangt þetta væri; ég sýndi honum
„Fædrelandet“ 1850 nr. 179, því að þar er frumhöfundi
Mormónskunnar lýst með skýrum litum, en allt árang-
urslaust! Hann var sannfærður um trú sína, út frá
hreinu og ótvíræðu orði Ritningarinnar! Jesús skírði ekki
börn! Jesús var ofsóttur af höfðingjum og fræðimönn-
um; fátældr menn og fáfróðir fylgdu honum hezt, og svo
er það enn. Með dýpri og dýpri andvörpum og fettum
og brettum reyndi hann að sannfæra mig um það, hve
rangt menn gerðu guðs útvalda „hinum heilaga manni
Jóseph Smith“ með því, að bera honum á brýn þetta,
sem aldrei hefði komið nálægt huga hans, og í stuttu
máli, ég gat engu tauti komið við þennan mann, sem
annars hefir verið mér hinn auðsveipasti. Þar eð við nú
búumst á hverri stundu við 3. manninum af þessum
flokki, útbúnum með trúargreinum á íslenzku, þar eð
alþýðan hér er sólgin í allskonar uppbyggileg rit, þar eð
flestir hér í þessu þröngbýli lifa í iðjuleysi frá október-
byrjun til febrúarloka, þar eð svo verður að líta á, sem
þessi væntanlegi trúboði sé hættulegastur, bæði af því
að hann er að eðlisfari talsvert tölugur og af því, að hann
er aldavinur Þórarins þess, er áður var nefndur; þar eð
ég sé það í blöðum, að ofsóknir af hálfu þess opinbera gegn
endurskírendunum hafa orðið árangurslausar, og að jafn-
vel prestar hafa fyllt flokk þeirra, og loks, þar eð ég hefi
ástæðu til að halda, að helmingur allra eyjabúa verði
kominn í þennan flokk áður þetta ár er liðið, þá hvatti
ég prestinn til þess að fá svo fljótt sem mögulegt væri
frá biskupi boð og reglur um það, hvernig stemma mætti
stigu fyrir þessu þegar í upphafi, og hefi ég ekki viljað