Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 31
29
að skíra eða útdeila sakramentinu. Hvort af þessurn
prestverkum hann hefir átt að vinna er ekki uppvíst,
og heldur ekki það, hvort Loftur Jónsson og Jón Símon-
arson hafa látið skírast af silfursmiðnum. Yið hann hefi
ég engin mök átt, en hann hefir ritað bæði prestinum og
mér, og eru þau bréf send hér með“. Segir hann svo frá
því, að sú fregn hafi flogið þegar bréfin komu kvöldið
áður, að þar væru skipanir um að taka Mormónana
fasta, en samt hafi þeir enga tilraun gert til að flýja, og
hafi þó bátar farið um nóttina til meginlandsins. Segir
að í Kaupmannahöfn sé ekkert gert á móti þeim, og
hann hafi ekki tilkynnt Guðmundi neitt út af bréfi til
stiftamtsins, því að hann þekki engin lög er banrii það
á Islandi er sé leyft í Kaupmannahöfn í þessu efni, o.
s. frv.
Bréf síra Jóns Austmann til biskups* 1) segir fátt um
fram þetta. Hann nefnir hjónin, sem skírð voru, Bene-
dikt Hannesson, úr Bangárvallasýslu og Ragnhildi Ólafs-
dóttur, austan úr Skaftafellssýslu. „Skrifaði ég þá til
nefndum trúarníðingum mér verðuga aðvörun, með
kurteisi, hvoru Guðmundur svaraði með þeim hætti,
sem hans eiginhandar bréf út vísar“. Getur þess að
kammerráðið (þ. e. sýslum. Abel) hafi fengið það og
sendi til „Greifans“ (þ. e. Trampe). — Um undirskrift-
imar segir hann: „Þegar nú áminst skim (ef svo skyldi
kallast) var fyrir sig gengin, settum við alþýðan hér upp
þá skriflegu ósk til herra kammerráðsins, það honum
mætti þóknast að stemma stigu fyrir frekari framgangi
ingadegi, 29. maí, eins og sést hér á eftir. Villan er bæði í bréf-
inu og bréfabókinni.
1) Bréf biskupsdæmisins.