Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 148
146
staðahreppi, Brandssyni. Sonarsonur þeirra hjóna er séra
Sigurður Pálsson í Hraungerði í Flóa. Eftir skilnaðinn
bjó séra Helgi með ráðskonu, þar til hann lét af prests-
skap; hét hún Jóhanna Guðmundsdóttir, ættuð að vest-
an. Séra Helgi og Jóhanna áttu saman tvo sonu, Lárus
og Jóhannes; fluttu þeir ásamt móður sinni til Vestur-
heims.
3) Börn Þórðar og Sigríðar á Fiskilæk voru þessi:
Halldóra, er átti Þorsteinn Líndal frá Síðumúla, Runólf-
ur organleikari í Hafnarfirði, Ágúst Flygenring kaup-
maður og alþingismaður í Hafnarfirði, Júlíus prestur í
Noregi og síðar í Sviþjóð, Albert bankaritari, Ármann,
fluttist til Ameríku (átti Steinunni Þórðardóttur frá
Leirá), Matthías fornminjavörður og Þórólfur.
4) Sonur Hannesar og Ástríðar á Geldingaá hét Ást-
ráður. Hann var lengi afgreiðslumaður við blaðið Isafold
í Reykjavík.
5) Synir Jóns bókbindara í Mið-Leirárgörðum voru
þeir Jón bóndi á Litlu-Drageyri og Ingimundur smiður
í Skálatungu.
6) Jón söðlasmiður Pálsson í Brennu ólst upp á Litlu-
Drageyri hjá Jóni móðurbróður sínum.
7) Meðal barna Jóns Árnasonar á Leirá, sem ekki
eru hér talin, var Jón faðir Halldórs kaupmanns í Vík í
Mýrdal. Jón Árnason bjó óðalsbúi að Leirá; hann var
fæddur í Kalmannstungu 16. febr. 1797, stúdent frá
Bessastöðum 1820, bjó fyrst í Kalmanstungu og síðar á
Leirá frá 1839, var oft settur sýslumaður í forföllum
annara, ráðdeildarbóndi og vel auðugur. Dannebrogs-
maður varð hann 1854. Hann lézt 5. sept. 1862. Jón var
tvíkvœntur. Fyrri kona hans var Halla Kristín (d. 1847)