Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 57
55
er minnst á skímina. Lengd ræðunnar má marka af
því, að það, sem hér er birt, er tvær blaðsíður í hand-
ritinu, en alls er hún 7 síður.
Þetta er þá allt og sumt, sem vitað er um starfsemi
Guðmundar á meginlandinu að þessu sinni, og hefir það
að líkindum engan árangur borið nema til undirbún-
ings.
Biskup svarar bréfi prófasts þegar i stað með bréfi
dags. 3. des. 1851. Er það bréf allmikið mál. Fyrst er
rakið efni prófastsbréfsins, þá er þakklæti til allra, er
standi móti þessari villu; annars hafi enginn orðið til
þess að trufla trú landsmanna „síðan pápískum sleit“,
enda sé það mikilsvirði „því ágreiningur í trúnni kælir
hvarvetna bróðurlegan kærleika" o. s. frv. Biskup seg-
ist ekki eftir þessari skýrslu prófasts geta gefið neitt á-
kveðið svar. Minnir á klausu úr prestaeiðnum um skyldu
prests að standa gegn trúvillu, „en bresti hann sjálf-
an (þ. e. prestinn) viturleg ráð, leitar hann til prófasts,
en þá leitar prófastur biskups, ef hann þylcist ei kunna
ráð til að leggja. Nú skilst mér, sem presturinn í Land-
eyjum hafi gætt í þessu skyldu sinnar; en þótt Guð-
mundur þessi sé nú í Oddasókn, og hafi sjálfur leitað á
prest, með bréfi þvi, er þér sendið mér, sé ég hvergi
af bréfi yðar, að prestur hafi skift sér af þessu, eður, hafi
hann gjört það, þá er ei upplýst, hvemig hann hefir tekið
í strenginn. Llvemig bóndinn á Unhól hefir tekið undir
bréfið veit ég ei heldur, því síður hvort nokkur, þér eða
aðrir, hafi leitast við að komast eftir því. Hvað þá mér
sendu löngu ræðu eða prédikun snertir, þá veit ég ei
heldur neitt meir um það, hvort hún er haldin í fjöl-
menni, sem líklegast er, því hún byrjar með „elsku-