Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 68
66
þær almemxu upplýsingar um ýmislegt, sem áður hafa
verið tíndar til og tilfærðar á sínum stað hér að framan,
svo sem um komu Lorentzens, sögu Guðmundar o. s.
frv. Samúel er fyrst kallaður fyrir. Hann „játaði, að
hann hefir komið í þennan flokk tilknúður af sjálfum
sér og fortölum smiðsins Lorentzens, er hér á þessu
sumri dvaldi nokkrar vikur, sem hingað kom frá Reykja-
vík, er þóttist vera þessa flokks „udsendt Ældste“, og
smnpart af hérverandi gullsmiðssveini Guðmundi Guð-
mundssyni, til hvers hann hefir komið í þessu skyni.
Sá framstaðni viðurkenndi, að hann hefði móttek-
ið svonefnt „Kaldsbrev“, með hverju hann af hér
verandi „mormónsku“-félagi er settur prestur. f þess-
ari stöðu eftir Kaldsbréfinu og eftir munnlegri fyr-
irsögn ofannefndra persóna, segist hann hafa skírt
konu sína í viðurvist J. P. Lorentzen og bónda Lofts
Jónssonar hér á Eyju. Sá framstaðni vissi öldungis ekki,
að þessi gjörð var gjörsamlega stríðandi móti enum gild-
andi lögum. Og eftir að hann var búinn að fá þetta að
vita, viðurkenndi hann, að hann aldrei hefði farið þess
á flot hefði hann vitað það var lögum gagnstætt. —
Síðan var honum gefin aðvörun um, hér eftir að hætta
alveg að útbreiða frekara þá svonefndu Mormóna trú
eða flokk hér í Eyjum, og einkum að framkvæma ekki
neina gjörð, sem heyrír undir þá hér settu presta, þar
hann að öðrum kosti verði settur undir réttvísinnar á-
kæru. Hér næst lofaði hann framvegis, að hætta út-
breiðslu þessa eftirtalda trúarbragðaflokks o. s. frv.
„Þar næst framkom gullsmíðasveinn Guðmundur
Guðmundsson ... Hann segist einstaka sinmnn hafa haft
fáeina menn hjá sér, fyrir hverjum hann hafi prédikað