Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 82
80
þeir, sem þar til eru reglulega af kirkjunni kallað-
ir“.i)
Stiftamtmaður ritar svo, þessu samkvæmt, sýslu-
manni Vestmannaeyinga bréf, 8. febr. (1854). Skýrir
frá biskupsbréfinu og segir svo:1 2) „Næst því að athuga,
að hin nýju dönsku grundvallarlög, með sínu trúar-
bragðafrelsi, eru ekki lögleg hér á landi, hlýt ég að hafa
herra sýslumanninn þénustusamlega umbeðinn, að gjöra
allt, sem í yðar valdi stendur, samkvæmt lögum, til að
hindra frekari útbreiðslu Mormónalærdómsins og sér í
lagi koma í veginn fyrir lögum gagnstæða administrat-
ion sakramentanna; en þar hjá vænst og þess, að þér
viðhafið alla þá varhygð og embættisráðsnild (conduite),
sem er svo nauðsynleg í eins vandasömum málefnum og
þetta er“.3)
Næsta dag, 9. febr. tilkynnir svo stiftamtmaður bisk-
upi, að hann hafi þannig skrifað sýslumanninum.
Útaf þessu verður ekki séð að nokkur skapaður hlut-
ur hafi komið. Sýslumaður var búinn í millitíð að kalla
þá fyrir sig helztu Mormónana, eins og að ofan er sagt.
Um það hefir líklega bréf sira Brynjólfs, dags. 3. jan.
18544) verið, þvi að biskup svarar honum upp á það
31. maí og þakkar honum og sýslumanni mjög fyrir
það, „hvað ráðdeildarlega þið hafið tekið í strenginn
móti þessum sérvitringum, og gleð ég mig við þá von,
að þeir, áður langt um líður, yfirgefi Vestmannaeyjar,
1) Bréfabók bisk.
2) Bréfið á íslenzku.
3) Sýslubréf Vestm. og Copíubók st.amts.
4) Sjá hér að framan, bls. 79.