Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 143
141
ar í minni tíð: séra Jón Þorvarðsson, síðar í Reykholti;
séra Stefán Stephensen, síðar á Ólafsvöllum; séra Jón
Benediktsson, sem var með merkustu kennimönmnn í
Borgarfj arðarsýslu um sína tíð; hans sonur er Helgi
bóndi í Stóra-Botni; og svo séra Jón Sveinsson, er settist
að í Guðrúnarkoti, fékk Halldóru Hallgrímsdóttur, en
það hjónaband varð ekki farsælt. — 1 Innra-Vogi bjó
Guðmundur Guðmundsson smiður, gáfumaðm’ og skáld;
hann drukknaði í Reykjavíkurhöfn. — í Efribænum var
Sveinn faðir Sigríðar konu Kristjáns á Sölmundarhöfða.
— I Mið-Vogi voru þau Ásmundur Jónsson og Ingveld-
ur. — I Bakkabæ var Gunnar, síðar í Kjalardal, greind-
ur maður. — I Elínarhöfða voru þau Kaprasíus og Jör-
gen; hann var faðir Magnúsar á Söndum. — 1 Kalmans-
vík var Jósep; átti Jóhönnu Árnadóttur. — í Presthúsum
var Ingjaldur, hann drukknaði af Napóleon, dekkbát
Þorsteins Guðmundssonar. — í Götuhúsum var Jón
Guðleifsson, ekkjumaður; dóttir hans var Sigríður, sem
Björn Ólafsson í Oddsbæ átti. — I Brekkubæ bjuggu
ýmsir; Eyjólfur Sigurðsson var þar fáein ár og dó þar,
átti Sigríði, sem seinna varð kona Kristjáns á Sölmund-
arhöfða, sem fyrr segir. Svo kom Þórður Jónsson þar,
gullsmiðm, og Ingibjörg Einarsdóttir. — I Litlu-Brekku
bjó Ólafur Magnússon og Málfríður kona hans. —
Magnús Magnússon og Arnbjörg bjuggu á Traðarbakka.
Jón pálsson og Anna í Hákoti. Guðmundur og Guðrún
í Efstabæ. Ari Jónsson og Ragnheiður á Kirkjuvöllum.
Jón og Halldóra í Yztuhúsum. Gestur í Gestsbæ, nú
Vegamótum. Benedikt í Sandabæ, Tómas Tómasson á
Bjargi og Kristrún, Tobías og Sigríðm á Mel, Einar og
Sigríðm í Halakoti, Þorbjörn og Katrín í Sandgerði,