Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 152
150
sandi Tómas Ólafsson frá Þyrli, Þorsteinssonar. Átti
hann Ragnheiði Einarsdóttur frá Litla-Botni. Tómas var
bróðir Ólafs á Kjaransstöðum og Guðmundar í Götu-
húsum.
21) Björn fluttist að Hrafnabjörgum að norðan ásamt
konu sinni Ástríði. Dóttir Björns laungetin var Ingi-
björg, er átti Híerónymus Gíslason. Bjuggu þau lengi í
Hrauntúni; þeirra synir Björn (nú látinn) og Jónas,
báðir í Reykjavík.
22) Magnús Einarsson á Hrafnabjörgum var tvígiftur.
Fyrri kona hans hét Þuríður Árnadóttir; átta voru börn
þeirra, þar á meðal Árni, mesti dugnaðarmaður. Síðari
kona Magnúsar var tJlfhildur, systir Lofts á Brekku;
þeirra son var Bjarni.
23) Jón á Ferstiklu var sonur Sigurðar á Efra-Skarði,
péturssonar vefara í Vogatungu, Kolbeinssonar, Tunis-
sonar frá Hvanná á Jökuldal, Kolbeinssonar. En móðir
Jóns var Jódís Böðvarsdóttir Ólafssonar frá Melkoti í
Leirársveit. Hún dó í Hlíðarhúsum í Reykjavík hjá Jódísi
dóttur sinni. Hún var tvígift, átti fyrr Guðmund Helga-
son í Kjalardal. Maðir Jódísar yngri var Jón Þórðarson
borgari í Hlíðarhúsum, faðir Þórðar hafnsögumanns í
Ráðagerði og þeirra systkina (Hliðarhúsaætt). Við frá-
fall Jódísar er mælt að margur hafi saknað hennar.
Kona Jóns á Ferstiklu var Helga Gísladóttir Ólafs-
sonar og Sigríðar Ásmundsdóttur frá Signýjarstöðum í
Hálsasveit. Sigríður átti fyrr séra Engilbert Jónsson
prest i Saurbæ; var síðari kona hans. Þau ellefu börn
Jóns og Helgu, er upp komust, voru: 1) Jódís, átti fyrr
Finn Jónsson frá Neðra-Hálsi í Kjós, síðar Nikulás Bryn-
jólfsson í Gerði á Akranesi, 2) Sesselja, átti Jón Þor-