Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 25
23 /
Biskup, Helgi Thordersen, segir, „það eina, sem þér getið
gert í þessu málefni er, með kristilegum og hógværum
áminningum að leitast við, svo sem yður er ýtrast mögu-
legt, að leiða viðkomendum heim sanninn um, að það
í raun og veru sé mikill misskilningur og fávizka, sem
leiði þá til að taka sig útúr kristilegu félagi“ o. s. frv.
Hefir síra Jón verið búinn að þrautreyna þetta við Þór-
arin, þegar hann fékk þetta bréf. Sömuleiðis brýnir bisk-
up það fyrir honum að færa þetta sí og æ í tal við sókn-
arfólk sitt og sýnist yfirleitt gera lítið úr þessu öllu.
„En skyldi svo fara“ heldur hann áfram „— hverju
að friðarins guð virðist að afstýra — að þeir svonefndu
„heilögu“ gangi inn í prestsleg embættisverk með að
skíra, veita öðrum altarissakramenti, prédika orðið og
draga að sér flokk trúarbræðra, undan voru kirkjufé-
lagi, með fleiru, sem stríðir á móti landslögum, þá vild-
uð þér í hvert skifti tafarlaust tilkynna það viðkomandi
veraldlegu yfirvaldi...“
Loks segist biskup ekki hafa neitt fé undir höndum,
sem hann megi nota til þess að endurgreiða síra Jóni
kostnaðinn við sendiförina. Verði hann í því efni að
snúa sér til veraldlega valdsins, enda sé þessi för engu
síður í þess þágu.1) Má sjá það af skýrslu síra Jóns um
Mormónana, er hann gaf sumarið 1853, að hann hefir
aldrei fengið neitt upp í þennan kostnað og er reiður
yfir því og fer hálfgerðum háðsorðum um „greifann, Is-
landsvininn" í því sambandi.2)
1) Bréfabók biskups 1850—’52, nr. 183 bls. 301—303.
2) Bréf Rangárvallaprófastsdæmis.