Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 74
72
Rétt eftir að þessi bréf fóru milli þeirra prests og
sýslumanns urðu sýslumannaskipti í Vestmannaeyjum.
Baiunann sýslumaður tók við Gullbringusýslu, en fyrir
Vesmannaeyjum hafði Andreas August Kohl, kapteinn,
fengið veitingu 25. apríl 18531); 28. sept. tilkynnir hann
komu sína til Vestmannaeyja,2) og í sálnaregistrinu er
hann talinn það ár í húsi Lintrups faktors.
Þessi nýi sýslumaður fékk meðal annars Mormónana
að kljást við. 9. desember skrifar síra Brynjólfur Jóns-
son honum bréf um þessar sakir. Segir hann þar að
„hinir svonefndu Mormóna prestar hér, Samúel Bjama-
son . .. og Guðmundur Guðmundsson“ haldi áfram að
brjóta lögin með því að útdeila sakramenti og prédika
kenningar sínar, og biður hann sýslumann því, að kalla
þá fyrir sig til yfirheyrslu „ef ske mætti, að þeir og
þeirra félagar kynnu þar við að láta af slíku athæfi“.
Skýrir honum frá því að 6. ág. hafi Baumann yfirheyrt
þá, en það muni ekkert hafa gagnað. Hafi hann (þ. e.
síra Brynjólfur) gjört allt sem í hans valdi stæði í þessu
efni, en það tjái ekki, og því snúi hann sér nú til sýslu-
manns samkvæmt bréfi biskups 5. maí 1851.3)
I tilefni af bréfi þessu hélt sýslumaður próf yfir söku-
dólgunum, en hvernig sem á því stendur, finnst ekkert
um það í dómabókum Vestmannaeyja. Ætti það að hafa
verið einhverntíma milli 9. des. og 19. því að þá skrifar
Kohl síra Brynjólfi um það. Verður maður því næstum
því að halda, að þetta próf hafi verið óformlegt, sýslu-
maður hafi leitast við að tala í þá skynsemi án þess beint
1) Sýslumannaæfir IV. 563.
2) Copíubók sýsl.
3) Sýslubréf Vm.