Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 86
84
Lofts varð mormónskt smátt og smátt, sömuleiðis Magn-
úsar Bjamasonar“. Það er kona Magnúsar, Þuríður
Magnúsdóttir, sem mestur vafinn er um, hvenær gengið
hafi inn í flokkinn. Hér að framan sáum vér, að síra
Brynjólfur hefir ekki verið viss um hana. f sálnareg-
istrinu er hún 1853 talin „á báðum áttum“ og svo ekki
talað um hana sérstaklega í þessu sambandi. í skýrslu
sinni 1857 segir síra Brynjólfur, að árið 1855 hafi tala
Mormóna vaxið úr þremur upp í átta og er hún þá talin
með. Þá verða Mormónamir við árslok 1855:
1. Loftur Jónsson.
2. Guðrún Hallsdóttir, kona hans.
3. Jón Jónsson, sonur hennar.
4. Magnús Bjamason.
5. Þuríður Magnúsdóttir, kona hans.
6. Kristín Magnúsdóttir, vinnukona þeirra.
7. Guðný Erasmusdóttir.
8. Vigdís Bjömsdóttir, vinnukona (ekki talin í sálna-
registri mormónsk fyr en 1856).
Sýslumaður svarar síra Brynjólfi aftur 1. jan. 1856.
Segist hann hafa skýrt hlutaðeigendum frá bréfi hans,
og einkum þó Lofti Jónssyni. Hafi hann krafizt svars
og fengið það, dagsett 30. desember f. á.1) Segir hann
svo (þýðing): „Af þessu bréfi sézt, að allt þetta fólk
kallar sig ekki Mormóna, heldur meðlimi hinnar ev-
angelisk-lúthersku kirkju, og enda þótt sú skýrsla mundi
varla standast stranga rannsókn, þá leyfi ég mér samt
að stinga upp á því, með hliðsjón á því, að þetta fólk
3) Þetta bréf hefi ég ekki fundið í sýslubréfunum.