Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 47
45
(Gal. 1, 8—9): „Ef einhver boðar yður annað fagnaðar-
erindi... hann veri bölvaður“, segir hann: „Þessi post-
ulans Páls, Jesú Krists trúlynda erindreka kraftfullu i-
hugunarorð'ætti enginn yfir sig að leiða! heldur þeir,
sem með meira eða minna slag (guð þekkir sína og hann
þekkist af sínum), hver sá, — eða þeir — sem með meira
eða minna slag, kunna að hafa ráfað út á villigötur í
guðdómlegra trúarbragða viðurkenda lútheraníska, í okk-
ar konungsríkjum og löndum hingað til óumbreytta
skikki, í straxnefndri kirkju vorri, og trúar vorrar allra
hádýrmætustu atriðum, sem enginn guðleysingi vor á
meðal hefir boðizt fyrr en nú lítið eitt að fetta fingur
út í, sem ata sig og auðkenna frá öðrum limum vorr-
ar kristilegu kirkju og auglýsa með því, sem slíkum
sérvitringum er samboðið, sína vanþekkingu á því dýr-
mæta orði: að enginn fær annan grundvöll lagt“, o. s.
frv. — Ræðan er 4 bls. 4to þétt skrifaðar, og á eftir
bætt við athugasemd um það, hvenær og við hvaða
tækifæri hún er flutt.
Nú verður hér eftir hljótt um Mormónskuna í Vest-
mannaeyjum um stundarsakir. Guðmundur var farinn
úr Eyjunum upp á land, Þórarinn horfinn frá frekari
aðgerðum í þessu og því enginn, er gengist fyrir út-
breiðslu Mormónatrúarinnar, en yfirvöldin á hinn bóg-
inn samhent í því, að berjast gegn henni. Leit i raun og
veru svo út, og það æ meira er á leið, að þessu væri
öllu lokið, og heyrðist ekkert á það minnst. 6. marz 1852
drukknar svo Þórarinn í sjórjóðri, og þeir 4 saman1) og
sama árið fara þau af landi burt mormónsku hjónin,
!) Ministerialbók Vestm.