Selskinna - 15.05.1948, Blaðsíða 138
136
nú vil ég með fáum orðum minnast á Jón sýslumann
Thoroddsen.
Hann tók við sýslunni 1862, en dó 1868. Þegar hann
kom suður, settist hann að á Leirá. Hann var hinn mesti
gáfumaður og þjóðskáld. Sumum þótti hann hart yfir-
vald, en þar voru líka stórbokkar. Sem dæmi má geta
þess, að eitt sinn voru þau hjón á ferð á Akranesi, komu
að Guðrúnarkoti og beiddu Hallgrím gistingar. Hann
sagðist skyldi lofa frú Kristínu að vera en honum ekki;
hún vildi ekki þiggja, en hann sagði henni að neita því
ekki og fór sjálfur vestur að Bakka til Gunnhildar, sem
enn verður nefnd, og kvað þá þessa vísu:
Fljóðum snjöllum hlýjar hér
helga nunnu slotið,
en slóðum öllum viljum vér
verja Gunnukotið.
Þegar ég var á Arkarlæk 12 ára gamall, kom Thor-
oddsen eitt sinn utan af Akranesi með Þórði Grímssyni
skrifara sínum. Hann heiddi húsmóður mina að ljá sér
fylgd yfir fjörumar upp í Lækjarnes; hún sagðist ekki
hafa neinn til nema mig. Sýslmnaðm: sagði, að ef ég
rataði og gæti setið á hesti, þá mundi duga. Ég kom
þeim klakklaust upp í Lækjarnes, þar stigum við af baki.
Sýslumaður gaf mér ríksort, lagði hönd á höfuð mér, en
orðin, sem hann talaði yfir mér, man ég enn í dag.
Svínadalur. Á Svarfhóli bjó Jón Erlendsson og kona
hans Guðrún; þau voru að austan. — Á Hlíðarfæti bjó
Árni sonur Jóns á Leirá; Þorbjörg hét kona hans, Gunn-
arsdóttir stúdents Þorsteinssonar prests á Hesti, Svein-
bjarnarsonar; þau áttu mörg börn, flest mannvænleg.